Þingið ræður myndun ríkisstjórnar ekki forseti

Auðvitað skiptir þingstyrkur öllu máli. Skiptir engu hversu langan tíma forsetinn tekur sér til íhugunar. Stjórnmyndunarviðræður eru þegar hafnar og þær kunna vera vel á veg kominn þegar hann loksins ákveður að annað hvor formanna stærstu þingflokkanna skuli fá umboð til stjórnarmyndunar.

Þingræðið byggir á því að meirihluti þingsins skipar ríkisstjórn og tilnefnir forsætisráðherra og aðra ráðherra, með en án velþóknunar forseta lýðveldisins.

Forsetinn mun ekki heldur hafa nein áhrif á það hvers konar ríkisstjórn verði mynduð. Hneigist hugur hans að því að Framsókn, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn myndi stjórn hefur það engin áhrif ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn ætla í samstarf.

Forsetinn á að vera til taks ef þingið getur ekki leyst úr málum sem að því snúa en hann er ekki þátttakandi í þingstörfum. Umboð til stjórnarmyndunar er ekki eitthvurt kefli eða blað sem sá er á því heldur má einn mynda stjórn.  


mbl.is Þingstyrkur skiptir ekki öllu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þessi forseti hefur nú venjulega gert það sem honum sýnist og hefur það allavega síðustu árin líkað ykkur sjálfstæðismönnum nokkuð vel. Það skiptir í sjálfu sér engu máli hvort Sigmundur eða Bjarni fái umboðið, þeir munu mynda stjórn innan nokkurra daga. Ég stórefast um að Samfylking eða VG hgafi nokkurn áhuga á að fara í stjórn við þessar aðstæður eftir algjört fylgishrun. Þjóðin hefur talað, þó sjallar og framsókna hafi rétt slefað yfir 50% samanlagt í prósentum þá er best að leyfa þeim að taka keflið. Loksins þegar tekist hefur að koma þjóðinni að mestu uppúr kreppunni þá fá þeir bara nokkuð gott bú til að taka við, eitthvað annað en núverandi ríkisstjórn fékk í arf eftir stjórnartíð þessara flokka. Við skulum bara rétt vona að þeir haldi betur á málum nú en síðast.

Óskar, 28.4.2013 kl. 17:03

2 Smámynd: Haukur Baukur

Mér sýnist að þú þurfir að lesa þér aðeins til í Stjórnarskránni. Ísland er með þingbundna stjórn,forseti skipar ráðherra og veitir lausn,ákveður tölu og veitir lausn.

Nema þú sért að segja að í raun þá sé þetta sjónarspil þar sem hið raunverulega vald er falið annars staðar en samkvæmt stjórnarskrá

Haukur Baukur, 28.4.2013 kl. 17:17

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, ég held ég þurfi ekkert að lesa mér til í stjónarskránni. Hvar heldurðu til dæmis að valdið liggi ef forseti er ekki sammála meirihluta Alþingis um stjórnarmyndun?

Auðvitað ræður þingið. Vald forseta er aðeins formlegs eðlis. Varla fer forsetinn að vísa stjórnarmyndun í þjóðaratkvæði, eða heldurðu það, Haugur?

Þingið ákveður fjölda ráðherra, samþykkir nýja ráðherra í stað þeirra sem fara og svo framvegis. Forsetinn hefur ekkert löggjafarvald.

Gallinn er sá að ýmislegt í núverandi stjórnarskrá er arfleið gamalla tíma. Breyta þarf ýmsu, m.a. þessu sem má flokka sem „sjónarspil“ eins og þú nefnir það.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.4.2013 kl. 17:25

4 identicon

Hvað með málskotsréttinn?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 17:30

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Málskotsréttur forseta er umdeildur en ótvíræður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.4.2013 kl. 17:35

6 Smámynd: rhansen

ja nu verður gaman að vita ..þvi Björn Bjarnason segir nákvæmlega það sama og her er skrifað ...En eg verð þá að halda að eftir þessu hafi ekki verið farið ..eða hvað  ? og nu ef þingið ætti að ráða þá myndi Jóhanna sem i raun situr enn varla fá þessum flokkum umboð' til stjórnarmyndunar og hvað ólafur vill að lokum hygla Jóhönnu fyrir sárindin öll ...???  það gæti komið upp skritin staða ?

rhansen, 28.4.2013 kl. 17:43

7 identicon

Eins og við öll vitum geta formenn tveggja stærstu flokkanna sagt við forsetann að þeir séu tilbúnir í stjórn og þar með er sagan öll.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 17:47

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ekki flóknara en það, H. T. Bjarnason.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.4.2013 kl. 17:49

9 Smámynd: corvus corax

"Forsetinn hefur ekkert löggjafarvald" segir Sigurður en það er alrangt. Skv. stjórnarskránni fara forseti og alþingi sameiginlega með löggjafarvaldið en 2. gr. hennar hljóðar svo:

2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

Forseti getur t.d. látið leggja fyrir alþingi frumvarp að lögum. 1. og 2. kaflar stjórnarskrárinnar fjalla um forsetaembættið og þar eru ýmis ákvæði um valdheimildir forseta og t.d. heimildir hans til inngripa í störf þingsins svo dæmi sé tekið.

corvus corax, 28.4.2013 kl. 18:22

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er rétt hjá þér, Krummi, engu að síður hefur forsetinn ekki einn og sér löggjafarvald þó hann „fari með saman“ með það ásamt þinginu. Meirihluti þingsins ræður, hvort sem forsetinn er sammála því eða ekki.

Forsetinn hefur hins vegar ekkert að segja um myndun ríkisstjórnar, vilji hans skiptir ekki máli hafi þingið aðra skoðun. Verkefni hans er eiginlega ekkert nema formlegheit hvað þetta og flest annað varðar. Undanskilin er þó málskotsrétturinn sem svo er kallaður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.4.2013 kl. 18:35

11 Smámynd: Elle_

Forsetinn hefur ekki gert bara það sem honum sýnist, Óskar.  Forsetinn fer eftir lögum og stjórnarskrá.  Öfugt við Samfó sem þú eilíflega talar fyrir og verð á allan máta.  Þú fullyrðir of mikið og of oft.

Elle_, 28.4.2013 kl. 21:04

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi málefni eru ekki eins einföld og menn ætla. Það var ekki eftirsóknarvert að hreinsa upp eftir óreiðu hægrimanna eftir bankahrunið. Ríkisstjórn Jóhönnu tók að sér þetta erfiða verk sem svo sannarlega má kalla hið versta skítverk.

Sennilega voru hægri mönnum þetta eins og versti þyrnir í augum að vinstri mönnum tækist það sem hægri mönnum hafa alltaf mistekist, að koma efnahag landsins aftur í rétt horf. Þeir lögðu öll þau fjögur ár sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var við völd, áherslu á að vera að þvælast sem mest fyrir og draga mál á langinn og koma helst í veg fyrir að koma þei í gegnum afgreiðslu þingsins með upphlaupum og málþófi. Og núna var tækifærið. Búið að ljúga þjóðina fulla af ómerkilegum kosningaloforðagaspri sem aldrei verða efnd. Og nú eru lyklarnir að Stjórnarráðinu nánast vísir í hendi þeirra sem rændu Búsáhaldabyltingunni.

Tilgangurinn var að grípa völdin, ef ekki núna þá aldrei.

Við verðum að athuga það að forsetinn hefur sýnt að hann er nákvæmlega sami framsóknarmaðurinn í dag og fyrir um 40 árum þegar honum mistókst að ná völdum í Framsóknarflokknum gegnum svonefnda Möðruvallahreyfingu. Besti liðsmaður stjórnarandstöðunnar á árunum 2009-2013 voru hvorki þeir Sigmundur Davíð eða Bjarni Benediktsson heldur Ólafur Ragnar Grímsson sem á örlagastundu dró taum þeirra sem vildu grafa undan vinstri stjórninni með því að vísa tvívegis Icesave samningunum til þjóðaratkvæðis. Þessir samningar voru í takt við skynsamlega og raunsæja lausn en Ólafur Ragnar og fleiri kusu að draga þetta mál niður á tilfinningalegt plan sem er vægast sagt mjög einkennilegt með hliðsjón af þvi að nánast allan tímann var vitað að nægir fjármunir voru fyrir hendi úr þrotabúi gamla Landsbankans til að borga samkvæmt skyldunum.

Því miður verður að segja að tilgangnum þjónar meðalið. Það voru völdin sem kitluðu metnaðargirnd forystusauða Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þessa menn skiptir engu hvernig völdunum er náð, aðalllega að þau séu í hendi og gildir einu hvaða aðferð er beitt.

Sennilega eigum við eftir að horfa upp á furðulegar ákvarðanir um syndaaflausnir hvítflybbamanna sem og glórulausa einkavæðingu þar sem allt verður gert að féþúfu fyrir vildarvini Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, spiliingin mun halda innreið sína aftur, - og ekkert stopp!

Guðjón Sigþór Jensson, 28.4.2013 kl. 22:13

13 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jú, Guðjón. Þetta er allt afar einfalt. Þjóðin hefur kosið. Niðurstöðurnar urðu þær að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu meirihluta.

Ríkisstjórn vinstri manna tókst ekki að koma efnahag landsins á réttan kjöl, ekki heldur tókst henni að rétta af atvinnulífið eftir hrunið, skuldamál heimilanna eru enn í hönk, atvinnuleysið er gríðarmikið, snjóhengjan er ósnert og annað má nefna. Sem sagt skítverkin eru enn eftir.

Í stað þess að sinna skítverkunum, sem þú kallar verkefnin, dundaði ríkisstjórnin sér í eftirlætismálunum, réðst á atvinnulífið, lék sér með stjórnarskránna og annað eftirlæti sem kostað hefur þjóðina mikið fé.

Þegar þjóðin veitir einhverjum flokkum brautargengi ber þeim flokkum að taka við völdum. Þau fengust í með fleiri atkvæðum en aðrir fengu. Svo einfalt er það. Tuð um eitthvað annað, „grípa völdin“ og álíka er algjörlega marklaust.

Spillingin er fyrst og fremst í huga þínum og annarra vinstri manna. Við þeirri tilfinningu er ekkert að gera. Heimilin bíða, atvinnulífið bíður, atvinnulausir bíða, landsbyggðin bíður, heilbrigðiskerfið bíður, menntamálin bíða, ESB umsóknin bíður á köldum klaka og tilveran virðist bara vera röð af vonbrigðum fyrir þig, Guðjón. Ég vona samt að þú takir gleði þína fyrr en síðar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.4.2013 kl. 23:00

14 Smámynd: Elle_

Ji, hvað ég er orðin hundleið á að hlusta á Mosa og nokkra enn halda fram að Jóhanna hafi verið að moka skít eftir vonda menn.  Og hvað Steingrímur hafi nú bjargað miklu með að vinna gegn almannahag.  Jóhanna mokaði sig ofan í holu með eigin skít.  Rugl sem þjóðin hafnaði og kollvarpaði í gær.

Elle_, 28.4.2013 kl. 23:27

15 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Var ríkisstjórn Jóhönnu að „dunda“ sér við eftirlætismál sín? Mér finnst þessi söguskýring ansi hæpin.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.4.2013 kl. 07:53

16 identicon

Meirihluti þingsins ræður þegar það á að setja lög, ekki þegar það á að skipa ríkisstjórnir, reka ráðherra eða nokkuð annað sem snertir framkvæmdarvaldið beint, nema kannski að reyna að reka forsetan en það er ógurlega erfitt.

Forsetin getur hinsvegað kallað saman þing, frestað þingi, rofið þing, sett neyðarlög, sent lög til almennra atkvæða greiðslna og veitt fólki undanþágu frá því að fara eftir lögum (30.gr stjórnarskrárnar, þokkalega scary).

Hann líka skipar alla embættismenn, þar á meðal ráðherra, og þarf ekki að ráðfæra sig við einn eða annan mann um það (það er allavegana ekki minnst á það í stjórnarskránni).

Þetta er bein afleiðing af því að hafa tekið upp stjórnarskrá sem er nánanst hrein afritun af þeirri dönsku nema það að við skiptum út kóngi fyrir forseta.

Ég er hinsvegar afar hrifin af þeim möguleika að forsetin skipi ríkisstjórn utan þingsins þar sem mér finnst Bandaríska leiðin með hreinum mörkum milli löggjafa og framkvæmdarvaldsins frekar góð og er líklegri til að byggja upp fagmennlega stjórnsýslu.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband