Úr umræðustjórnmálum í átakastjórnmál Samfylkingarinnar
28.4.2013 | 15:17
Ólína Þorvarðardóttir, fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar, býsnast yfir tapi Samfylkingarinnar í Alþingskosningunum og kennir öllum öðrum um en sjálfri sér.
Staðreyndin er einfaldlega sú að Ólína var einn af nokkrum þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna sem sýndi aldrei neinn vilja um sættir milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hún gekk fram með offorsi og hvatti aðra með sér. Þetta var afar slæmt fyrir þingið og það setti niður í augum almennings.
Frá svokölluðum umræðustjórnmálum Samfylkingarinnar urðu til átakastjórnmál. Þá er látið skerast í odda en aldrei tekið í útrétta sáttahönd eða haft frumkvæði að sáttum.Dæmi um þetta er fiskveiðistjórnunarkerfið, stjórnarskráin, skuldastaða heimilanna og fleira og fleira.
Átakastjórnmál er slæm pólitík og gott að þeir sem hana stunduðu séu komnir út af þingi eða í lítinn minnihluta.
Vonandi kann nýr meirihluti á Alþingi betri mannasiði gagnvart minnihlutanum en vinstra liðið.
Ráðaleysi, baktjaldamakk og hljóðskraf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.