Loksins, loksins, vinstri stjórnin hrundi

Þetta er búið fyrir Jóhönnu, Steingrím, Árna Pál og Katrínu. Stjórnin er ekki bara fallin hún er hrunin, þjóðin vísaði henni á bug fyrir þá útreið sem hún fékk hjá þessari sömu ríkisstjórn. Verra getur það ekki verið.

Ríkisstjórnin fór á bak við þjóðina. Sveik hana, leitaði ekki til hennar vegna ESB umsóknarinnar, sinnti ekki ákalli heimilanna, gerði ekkert með atvinnulausa og vann gegn atvinnulífinu.

Þess vegna féll Samfylkingin og sama ástæða er fyrir hruni Vinstri grænna. Skiptir núna engu máli hvernig Árni Páll þrumar hringinn í kringum báða stuðningsmenn sína á kosningavöku eða hversu sennileg Katrín Jakobsdóttir þykist vera á hringborði stuðningsmanna sinna. 

Nú er bjart framundan fyrir þjóðina. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn munu mynda ríkisstjórn að vinna að þeim málum sem vinstri flokkarnir kunnu ekki og vanræktu. 


mbl.is „Framsókn sigurvegari kosninganna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Já Siggi.

Ég hef tamið mér að líta á þetta sem starfsfólk okkar.

Margir slæmir starfsmenn farnir. Sérlega ánægjulegt að sjá að Álfheiður er farin. Hefði gjarnan viljað sjá garðálfinn fara sömu leið en það verður ekki á allt kosið.

Gott að Árni Johnsen er loksins kominn í úreldingu.

Mikið af frambærilegu og vonandi duglegu fólki komið inn sem nú þarf að standa sig. Vonandi sjá píratarnir sóma sinn í að sinna starfinu en hlaupa ekki út um allar trissur eftir einhverju sem lítið hefur með þjóðarhag að gera eins og Birgitta hefur gert.

Björn Geir Leifsson, 28.4.2013 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband