Bílar batna stöðugt en vegakerfið er sem rússnesk rúlletta
21.4.2013 | 12:16
Eftir því sem bílar verða betri og öruggari gerist ekkert með vegina. Þer eru enn lélegir rétt eins og var fyrir áratugum. Bílar verða hins vegar sterkari, kraftmeiri, öryggari og betri í alla staði.
Þó vegir séu flestir komnir með bundið slitlag, sums staðar séu vegrið, stöku brúm hafi verið breytt úr einbreiðum í tvíbreiðar er eiginlega allt í skralli með þá.
Sami vegurinn er fyrir sitt hvora akstursstefnuna, ekkert skilur á milli, innkeyrslur inn á aðalþjóðveg er yfirleitt beint inn á hann en ekki með honum. Krappar beygjur, blindhæðir og rangur halli eru listilega hannaðar. Vegakerfið er líklega nær því að vera rússnesk rúlletta en eitthvað annað. Verulegar líkur á því að maður komist ekki klakklaust á leiðarenda.
Auðvitað eru menn hissa á þeim sem aka hratt á þessum ómögulegu vegum. Í raun ætti að vera bannað að flytja inn nýja bíla. Endurnýja ætti út í það óendanlega bíla sem eru þrjátíu ára eða eldri. Þeir hæfa betur vegakerfinu en nýir.
Tekinn á 164 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.