Tveir þriðju kjósenda VG flúnir
19.4.2013 | 10:43
Hver hrökklast fylgið sem reitist af Vinstri grænum? Morgunblaðið svarar þessari spurningu í morgun með upplýsingum úr skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ um fylgi flokkanna 14.-17. apríl.
Meðfylgjandi súlurit er úr þessari umfjöllun. Á henni má sjá að þeim fjölgar sem fara frá VG yfir til Framsóknarflokksins. Þeir fara samt miklu færri til Sjálfstæðisflokksins. Reikna má með að flóttinn sé einkum vegna afstöðu flokksins í ESB.
Vinstra fólk fer miklu síður til Sjálfstæðisflokksins en hugsanlega inn á miðjuna.
Ljóst er að svokallað lausafylgi er farið frá VG, þ.e. fólk sem kýs ekki alltaf sama flokkinn heldur þann sem því líst best á hverju sinni. Hugsanlega eru þessi 4,7% sem hverfa frá VG og ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn hluti af lausafylginu.
Aðeins um þriðjungur kjósenda VG heldur tryggð við flokkinn og má varla minna vera ef hann á að þrauka. Aðrir dreifast á flokksbrotin enda ljóst að þau eru flest vinstra megin við miðju í stjórnmálum og hreyfa lítið við fylgi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Af þessu öllu má ráða að Vinstri grænir hafa ekki náð tiltakanlega stöðugri fótfestu meðal kjósenda. Tveir þriðju eru flúnir og munu líklega hafa fengið sig fullsadda af sviknum kosningaloforðum flokksins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Regnboginn, fullveldissinnaður vinstri flokkur, hlýtur að sækja mikið á næstu dagana til kosninga, einkum þar sem hann er með ágæta, landskunna menn í forystusætum, enda er hann langtum betri kostur en önnur vinstri framboð, þ.m.t. Pírataframboðið, þar sem menn hafa eins og hverjir aðrir asnar samþykkt að halda áfram Össurarumsókninni, og er þó Evrópusambandið kjörvettvangur þess stórkapítals og auðhringa, sem sósíalistar og anarkistar kunna engan veginn að meta!
Jón Valur Jensson, 19.4.2013 kl. 17:16
Lausafylgi fer sem betur fer vaxandi. Ég vil biðja Jón Val að sína andstæðingum virðingu. Auðvitað er búið að leggja mikið fé í samningsferlið, en eins og ESB segir er etv ekki rétt að tala um samninga, frekar um aðlögun. Auðvitað verðum við að láta fólk kynna sér málin og ég held að við ESB andstæðingar höfum engu að kvíða. Að nánast banna ESB umræðu er ekki rétt afstaða. Stjórnarflokkarnir hafa vegna ágreinings lagt lok á raunverulega stöðu mála, þegar hún nú kemur fram verður viðræðunum sjálfhætt. Það er rétt hjá Pírötum að upplýsingar þurfa að liggja fyrir svo hægt sé að taka afstöðu.
Sigurður Gunnarsson, 19.4.2013 kl. 20:19
Vandinn við umsóknarferlið að ESB er eins og nafni minn Gunnarsson segir, það er aðlögun, ekki samningar.
Svo verðum við að átta okkur á því að í lok aðkögunarviðræðnanna liggja ekki fyrir samningar heldur sú niðurstaða að öllum köflunum 35 hefur verið lokað. Þar með er Ísland boðið inn í ESB. Þá er búið að aðlaga stjórnsýslu landsins, lög og reglu að sambandinu og það sem undan er skilið fær Ísland undanþágur til einhvers tíma, tveggja eða þriggja ára eftir aðstæðum.
Höfum það hugfast að ESB ætlar ekki að breyta lögum sambandsins til að gefa Íslandi kost á eigin fiskveiðistefnu eða eigin landbúnaðarstefu.
Þar af leiðindi er umsóknarferlið stórhættulegt fullveldi landsins, sérstaklega af því að við erum fá og höfum ekki sömu áhrif og stóru ríkin, hvað þá þó stærstu.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.4.2013 kl. 21:05
Ég ber enga virðingu fyrir asnaskap Pírataframboðsins í þessu efni, þ.e.a.s. í því að halda áfram Össurarumsókninni, sú afstaða er eins vanhugsuð og verða má, og munu efalaust renna tvær grímur á ýmsa, sem töldu sig pírata í hjarta, en átta sig á því, að Birgitta & Co. gefa ESB virkilegt færi á að eignast Ísland og opna þannig stórkapítali meginlandsins auðveldan farveg hingað, að fyrirtækjum okkar og fiskimiðum og meira til !
Jón Valur Jensson, 20.4.2013 kl. 00:40
Gott svarið hjá þér, Sigurður. Leyfi mér að bæta þessu við lokalínu þína:
Evrópusambandið leggur snörur sínar. Hér eru YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA afhjúpuð!
Tíu aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum í Evrópusambandinu.
ESB ætlar sér ekkert minna en ALLA EVRÓPU.
Jón Valur Jensson, 20.4.2013 kl. 00:44
Þá erum við sammála, Jón Valur, og það er gott. Leggjum okkar til að koma í veg fyrir inngöngu í ESB.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.4.2013 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.