Vinstri kjósendur áhugalausir um skulda-, atvinnu- og skattamál
18.4.2013 | 15:31
Kjósendur virđast vera flestir sammála um kosningamálin. Ţetta kom glögglega fram í fréttum Morgunblađsins í morgun.
Engu ađ síđur vćri nú gaman ađ skođa viđhorf stjórnmálaflokkanna til einstakra mála. Morgunblađiđ tekur saman viđhorf kjósenda níu stjórnmálaflokka. Ţađ held ég ađ sé ofrausn, ég ćtla ađ taka fyrir hér fimm flokka. Ađrir skipta ekki nokkru máli, fylgi ţeirra er örlítiđ og breytingar á fylgi ţeirra mun ekki hafa nein áhrif nema á vinstri flokkana.
Um 66% kjósenda telja ađ skuldamál heimilanna sé mikilvćgasta máliđ í komandi kosningum. Kjósendur Vinstri grćnna og Samfylkingarinnar eru greinilega ekki á sama máli. Ţeir telja vćntanlega ađ skjaldborg ríkisstjórnarinnar hafi líklega dugađ ágćtlega. Kjósendur Sjálfstćđisflokksins og Framsóknarflokksins auk BF telja hins vegar ekki nóg ađ gert og bendir ţađ til ţess ađ ţessir flokkar séu međ ţćr lausnir á stefnuskrá sinni sem fellur fólki vel í geđ.
Um 55% kjósenda telja mikilvćgt ađ unniđ sé ađ heilbrigđismálum. Ţau hafa ríkisstjórnarflokkarnir vanrćkt og raunar fariđ afar illa međ. Eina undantekningin er líklega fjárveiting velferđaráđherra Samfylkingarinnar til Landspítalans, en međ henni voru laun forstjórans hćkkuđ svo hann gćti sinnt skurđlćkningum auk ţess ađ vera forstjóri. Heilbrigđismál hafa greinilega ekki sama vćgi hjá kjósendum Vinstri grćnna eđa Samfylkingarinnar og hjá hinum ţremur flokkunum.
Um 43% kjósenda telja atvinnumál skipta verulegu máli í kosningunum. Ţessu eru kjósendur Sjálfstćđisflokksins og Framsóknarflokksins sammála. Kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri grćnna telja vćntanlega nóg ađ gert í ţeim málum. Skaust ţarna inn klúbburinn Dögun sem virđist hafa frekar lítinn áhuga á atvinnumálum. Varla má reikna međ ţví ađ ţeir sem eru atvinnulausir kjósi Samfylkinguna eđa Vinstri grćna. of miklu munar á viđhorfum kjósenda til ađ ţađ gerist.
Um 26% kjósenda telja skattamál vera mikilvćgan málaflokk. Kjósendur Sjálfstćđisflokksins skera sig úr ţó varla nema vegna ţess ađ ţeir áliti skatta of háa. Kjósendur vinstri flokkanna hafa ekki áhuga á skattamálum enda misskilja Vinstri grćnir, Samfylkingin og Björt framtíđ algjörlega stöđuna og ţađ verđur ţeim dýrt. Hins vegar er ekki aftur snúiđ. Ţessir flokkar kunna ekkert fyrir sér nema gamaldags skattlagningu. Kjósendur finna greinilega fyrir skattaáţjáninni og vilja ađ henni linni.
Um 20% kjósenda telja Evrópumálin skipti máli. Kjósendur Vinstri grćnna, Framsóknarflokksins og Sjálfstćđisflokksins eru alls ekki á ţessari skođun. Međ rökum má telja ađ ţeir séu algjörlega á móti inngöngu í ESB. Kjósendur Samfylkingarinnar og hjáleigunnar (ađ ógleymdri forystu VG) eru hins vegar á öndverđri skođun og vilja án efa ganga í ESB. Í ţessu birtist einfaldlega sá munur sem er á viđhorfum til málefna á krepputímum.
Um 16% kjósenda telja stjórnarskrármáliđ mikilvćgt. Kjósendur Sjálfstćđisflokksins og raunar Framsóknarflokksins telja ţađ sáralitlu skipta, annađ sé mikilvćgara.
Af einhverjum ástćđum eru kjósendur ríkisstjórnarflokkanna og hjáleigunnar á annarri skođun. Má vera ađ ţeir finni ekki fyrir lífsbaráttunni eins og ađrir, skattar hafi ekki áhrif á ţá eđa atvinnumálin og jafnvel séu ţeir sáttari viđ íbúđaskuldir sínar.
Ţegar litiđ er yfir ofangreindar töflur gćti einhver notađ útslitinn frasa og fullyrt ađ í landinu byggju tvćr ólíkar ţjóđir. Og í raun og vera má segja svo. Í öllum megindráttum er gríđarlegur munur á viđhorfum kjósenda vinstri flokkanna og Sjálfstćđisflokksins og Framsóknarflokksins.
Í fljótu bragđi mćtti álykta sem sem ađ skuldamál, atvinnumál og skattamál truflađi ekki vinstra fólk. Miđjan og hćgra fólk hefur hins vegar áhyggjur af ţessum málum, líklega vegna ţess ađ ţau brenna á ţeim dags daglega.
19. apríl: Í gćr sleppti ég ađ setja inn upplýsingar um umhverfismál ţví mér ţótti pistillinn orđinn heldur langur. Geri ţađ hér međ vegna athugasemdar Ómars Ragnarssonar. Vísa ađ öđru leiti til athugasemdar minnar hér fyrir neđan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.4.2013 kl. 10:11 | Facebook
Athugasemdir
Mér sýnist ţeir almennt frekar áhugalausir - meira ađ segja um ţađ sem ţeir hafa hlutfallslega mestan áhuga á.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.4.2013 kl. 21:23
Alltaf rétt ađ láta andstćđinga njóta sannmćlis. Vinstri stjórninni tókst ađ hindra ţjóđargjaldţrot og fékk almenning til ađ samţykkja mikiđ skert kjör. Hćgri stjórn hefđi vart tekist ţađ. Hins vegar var atvinnustefna fráfarandi stjórnar skelfileg.
Nćsta kjörtímabil verđur ekki auđvelt. Varnarbaráttan er ađ mestu búin, en nú tekur viđ uppbygging og endurskođun reglna sem tryggir ađ nýtt hrun endurtaki sig ekki. Reglur um bćtt viđskiptasiđferđi. Slíkar reglur myndu Steingrímur og Jóhanna eiga erfitt međ ađ leggja fram. Slíkt yrđi bara afgreitt sem kommúnista forrćđi. Ţví miđur sé ekki ekki ađ hćgri menn hafi unniđ heimavinnu sína, en vonandi taka ţeir sig á. Nútímaviđskipti kalla á nýjar og skarpari reglur, annars hverfur gagnkvćmt traust í viđskiptum og trú á hlutabréfum minnkar, sem leiđir til minna einkaframtaks og meiri kreppu, sem bćtist viđ ţađ ástand ađ nú fara ţriđjaheimsríkin ađ sćkja ađ og vilja stćrri sneiđ af kökunni. Ţađ gćti leitt til varnarstöđu víđa um heim. Bandaríkin t.d. virđast stefna beint í ríkisgjaldţrot.
Sigurđur Gunnarsson, 19.4.2013 kl. 07:57
Afdrifaríkasta máliđ sem nú er uppi varđandi framtíđina og komandi kynslóđir varđar byggingu álvers, sem mun ţurfa álíka mikla orku og Kárahnjúkavirkjun og skapa kerfi virkjanamannvirkja frá Reykjanestá austur í Skaftafellssýslu og upp á hálendiđ međ gríđarlegum náttúrufórnum.
Helmingur komandi virkjana er ţannig, ađ ţćr endaast ađeins í 50 ár. Ţá munu barnabörn okkar standa frammi fyrir ţví ađ ná í stađinn í 1200 megavött einhvers stađar annars stađar, ţ. e. klára slátrun allra háhitasvćđa landsins.
Ekki er minnst á ţetta mál, sem snertir allar óbornar kynslóđir landsins. Í stađinn er, eins og 2003, lofađ fljótteknum peningum og hagvextinum og yndislegu ţenslunni sem ţeir geti skapađ.
Ómar Ragnarsson, 19.4.2013 kl. 10:06
Ég tek undir áhyggjur ţínar, Ómar. Menn vinka núna sćstreng eins og hann sé pyngja full af silfri. Án efa eiga margir eftir ađ freistast í ţví máli.
Hérna fyrir ofan hef ég bćtt viđm upplýsingum um umhverfismál. Ţau sýna ađ kjósendur Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks telja ţau ekki mikilvćgustu mál kosninganna. Ástćđan er einföld og hún er sú ađ kjósendur ţessara flokka einbílina líklega frekar á eigin afkomu og framfćrslu, ţađ séu mikilvćgustu málin ţegar upp er stađiđ eftir kosningar.
Ég er ekki sammála ţessu mati og tel ađ viđ ţurfum ađ huga mjög vandlega ađ umhverfis- og náttúruvernd. Vítin eru til ađ varast og ţau eru mörg í ţessum málaflokkum.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 19.4.2013 kl. 10:15
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.