Vont er að brúka dauða mæla

SkjalftiÞeirri kenningu vex óðum fylgi meðal virtra jarðvísindamanna að jarðskjálftar verði ekki í Mýrdalsjökli að neinu ráði meðan jörð skelfur undir hafsbotni fyrir norðan.

Vinsælli kenningu hefur verið varpað fyrir róða en hún fjallar um að innan tveggja ára frá gosi í Eyjafjallajökli muni gjósa í Mýrdalsjökli. Sú kenning byggist auðvitað á því að náttúra landsins kunni á almanak.

Þriðja kenningin kemur frá draumamanni þeim sem hefur verið undirrituðum til ráðuneytis. Hann hefur, ásamt nokkrum öðrum dómsdagsspámönnum sem ritað hafa í athugasemdakerfið hér, spáð miklum ragnarökum. Þessi ágæti maður hefur nú verið ráðinn til að fylgjast með skjálftamælum, gps-mælum og óróamælum á suðurhluta landsins. Afleiðinguna má sjá á kortinu hér vinstra megin.

Sú kenning er nú uppi meðal jarðvísindamanna að annað hvort hafi draumabrandur þessi eyðilagt mælana eða þá að ekkert sé að gerast í Mýrdalsjökli, Eyjafjallajökli eða nærsveitum.

Skiptast menn einkum í tvo hópa, annar vill reka draumabrand þennan en hinn hópurinn vill endurmennta hann. Hvorugt mun vera hægt þar sem hann er orðinn ríkisstarfsmaður og ekki verður hreyft við honum fyrr en hann nær 65 ára aldri.

„Vont er oss að brúka dauða mæla,“ mælti þá einhver og bankaði án árangurs í tölvuna sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband