Bjarni á ekki að láta undan

Sjálfstæðismenn eiga ekki að láta undan þrýstingi utan úr bæ. Bjarni Benediktsson er formaður flokksins og hann á að vera það þar til breytingar verða gerðar á stöðu hans á landsfundi. Landsfundur er hinn rétti vettvangur.

Skoðanakönnun Viðskiptablaðsins var skemmdarverk og þjónar engum öðrum tilgangi en að grafa undan formanninum. Má næst búast við því að Viðskiptablaðið komi með álíka skoðanakönnun sem beint er gegn einstökum þingmönnum flokksins?

Viðskiptablaðið er fjölmiðill og á ekki að taka afstöðu í stjórnmálum og allra síst í innanflokksmálum stjórnmálaflokka.

Menn geta svo haft sína skoðun á því hvernig formaðurinn hefur staðið sig og rökrætt það. Upp úr stendur þó það eitt að stefna Sjálfstæðisflokksins skiptir mestu.

Árásir á Bjarna minna eindregið á þann vanda sem Geir Hallgrímsson, fyrrum formaður flokksins átti við að etja og það voru einkum andskotar hans innan flokksins sem gerðu þeim sómamanni lífið erfitt og um leið dró úr fylgi flokksins. 


mbl.is Tilgangurinn að grafa undan Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Gylfason

 Sæll Sigurður.

Þessi skoðanakönnun kann að koma sér illa fyrir Bjarna en hún endurspeglar bara sannleikann um skort á trausti til hans

Sannleika sem þú verður að læra að höndla :)

Ef þú ert alvöru hægrimaður Sigurður þá skaltu berjast fyrir málstaðnum frekar en fulltrúa hans sem kjósendur hafa þegar hafnað.

Og það besta sem við getum gert fyrir málstaðinn þessa dagana er að stilla upp því sem kjósendur vilja, og sleppa Bjarna.

Gylfi Gylfason, 12.4.2013 kl. 14:12

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ERUM VIÐ BARA EKKI ORÐIN LEIÐ Á AÐ alþingi íslands se orðinn stökkpallur til stóRgróða  ?

 VÆRI EKKI GOTT AÐ FÁ INN MENN SEM ERU EKKI Í BISNESS Í VINNUNNI- HELDUR AÐ VINNA AÐ ÞVÍ SEM ÞEIR ERU KOSTNIR TIL AÐ GERA ?

 BJARGA HEIMILUM LANDSINS  ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.4.2013 kl. 16:40

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það sem átti að vera búið að breyta er að allir flokksmenn fái að kjósa formann

Landsfundur er úreltur og breytinga er þörf.

Óðinn Þórisson, 12.4.2013 kl. 17:14

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita á Formaður Sjálfstæðisflokksins ekki að láta undan, en hann er alltaf að gera það, vegna þess að hann er vingull. 

Tveir síðustu landsfundir mislukkuðust að mati stórs hluta landsbyggðar kjósenda flokksins.  Yfirgangs lið sem ekki nennir að hlusta á kjósendur flokksins hélt þar völdum og landsbyggðar kjósendur fóru heim með krókinn í rassinum.  En stoltir sýnglaðir og ískaldir fögnuðu littlum sigrum með armsveiflum.

Tek undir með þér Óðinn Þórisson.  Þegar valdsmenn ofmetast og verða heyrnarlausir, skilningslausir og tilfinningalausir,  þá endar með því að þeir fá sín eigin axarsköft í hnakkann og það verður okkar bölvun.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 12.4.2013 kl. 20:23

5 identicon

Ég er sammála Hrólfi Hraundal, síðan er spurning hvort þessi uppákoma grefur ekki líka undan varaformanninum og Sjálfstæðisflokknum öllum, og eins og Óðinn segir ættu allir flokksmenn að fá að kjósa, þannig er það í öllum almennum félögum og með nútímatækni sáraeinfalt að framkvæma slíkar kosningar hvar á hnettinum sem flokksfélagar væru staddir.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband