Fjármál heimilanna skýra skoðanakannanir

Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands 2012 sýnir að 10,1% heimila höfðu lent í vanskilum með húsnæðislán eða leigu undanfarna 12 mánuði og 10,4% heimila lentu í vanskilum með önnur lán á sama tímabili. Rúm 27% heimila töldu húsnæðiskostnað þunga byrði.

Þetta eru stórmerkilegar niðurstöður, að minnsta kosti fyrir þá sem nú standa agndofa yfir skoðanakönnunum. Staðreyndin er einfaldlega sú að tæplega 80.000 fjölskyldur eru í landinu sem þýðir að um 26.000 manns, foreldrarnir telja húsnæðiskostnaðinn þunga byrði.

Þetta fólk eru fórnarlömb hrunsins og eru jafnframt kjósendur.

Kenningin er sú að stór hluti af þessu fólki er nú bæst við svokallað lausafylgi, þeir sem festa sig ekki við einn stjórnmálaflokk heldur flakka á milli þeirra sem best bjóða og eru sennilegastir. Þetta fólk er það sem raunverulega ræður hverjir komast til valda á næsta kjörtímabili.

Að öllum líkindum er lausafylgið nú orðið um 50.000 manns. Trausti þessa fólks hafa ríkisstjórnarflokkarnir misst. 

Verst er að Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki vera í uppáhaldi hjá því enda hefur hann ekki komið með trúverðugar tillögur til hjálpar fórnarlömbum hrunsins. Þegar atvinnuleysið bætist við er ekki furða þótt fólk flykkist til þeirra sem yfirbjóða.

Hver og einn einstaklingur leggur mesta áherslu á þrennt: Húsnæði, atvinnu og að geta fætt sig og klætt.

Þegar eitthvað af þessu bregst þá er voðinn vís fyrir stjórnvöld og stjórnmálaflokka. Þetta verða stjórnmálaflokkar að skilja.

Ég er ekki viss um að Sjálfstæðisflokkurinn átti sig á þessu breytta landslagi og gríðarlegri fjölgun í hópi óákveðinna. Í það minnst hefur hann ekki kunnáttu til að koma boðum til skila sem samþykkt voru á síðasta landsfundi flokksins. Hvernig í ósköpunum er hægt að klúðra því? 


mbl.is 48,2% ná vart endum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Hinni nýgju sveit Framsóknarflokks er vel treystandi til að hafa forustu í Íslendskum stjórnmálum, fyrst Sjálfstæðisflokkur VILL ÞAÐ EKKI. Afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokks til Icesave-málsins hlaut að valda trúnaðarbresti, en að öðru jöfnu hefði flokkurinn samt átt tækifæri til að komast sæmilega frá kosningunum.

Hins vegar hefur komið í ljós að Icesave-svikin voru ekki einangrað fyrirbæri, heldur stafa af kerfislægri meinsemd. Forusta flokksins hefur ekki vit á að fylgja samþykktum Landsfunda, heldur hefur mótað þveröfuga stefnu í flestum málum. Engin furða er að kjósendur flokksins leita annað og vel er hugsanlegt að flokkurinn fái færri atkvæði en sem nemur félagafjölda hans. Þessi ógæfulega stefna forustunnar birtist sérstaklega með eftirfarandi móti:

  1. Höfnun á upptöku fastgengis og þar með höfnun á stöðugleika.

  2. Höfnun á leiðréttingu stökkbreyttu lánanna.

  3. Höfnun á að slíta viðræðum við ESB og loka tafarlaust Evrópustofu.

Sjálfstæðisflokkur er ekki lengur flokkur Sjálfstæðismanna. Ætlar forusta flokksins að halda lengra út í fenið, eða ganga til liðs við breiðfylkingu almennra flokksfélaga?

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 5.4.2013 kl. 10:32

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Því miður þá missti (S) allt sitt fylgi vegna þess að þeir hlustuðu á auðmanna elítuna en ekki alþýðuna.

Þrjú aðal mál í kosninguni eftir 23 daga.

1. Afnema verðtrygginguna fyrir næstu áramót.

2. Loka Evrópustofu daginn eftir Ríkisstjórnarmundun.

3. Bindandi þjóðaratkvæðisgreiðsla um ESB ekki seinna en október 2013.

Af þessu misti (S) Landsfundurinn og þess vegna fer sem fer.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.4.2013 kl. 01:41

3 Smámynd: Samstaða þjóðar

Jóhann, Landsfundur Sjálfstæðisflokks var með mjög skýrar samþykktir varðandi:

 

  • Upptöku fastgengis og þar af leiðandi stöðvun gengisfellinga, lága verðbólgu, lága vexti, afnám verðtryggingar og auðveld bræðsla Snjóhengjunnar.
  • Slit viðræðna við ESB og tafarlaus lokun Evrópustofu.
 

Þessum samþykktum hafa frambjóðendur flokksins hins vegar ekki fylgt eftir og raunar talað gegn. Upptaka fastgengis er mikilvægasta efnahagslega aðgerðin, sem hægt er að grípa til. Fastgengi skapar til dæmis möguleika til að slökkva eignabruna heimilanna, með bræðsluvatni Snjóhengjunnar.

 

Engin þörf verður að halda þjóðarkönnun um slit viðræðna við ESB. Alþingi slítur þeim með einfaldri ályktun. Hins vegar ef síðar koma upp kröfur um að hefja viðræður um innlimun landsins í Evrópusambandið eða Texas, þá er sjálfsagt að halda þjóðarkönnun.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 6.4.2013 kl. 19:55

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Loftur,

Það sem ég las út úr stefnuskrá (S) eftir Landsfundinn var kanski stefna.

1. Kanski að afnema verðtryggingu.

2. Kanski að loka Evrópustofu.

3. Ekkert um bindandi þjóðaratkvæði um ESB ferilinn.

Þetta eru þrír aðal málefnaflokkarnir í kosningunum eftir 20 daga og af því að (S) flokkurinn fílaði ekki þjóðarpúlsinn á Landsfundinum þá hrundi fylgið, það var eins og þeir væru á annari plánetu.

Ég er vonsvikinn að þetta er eins og það er, fylgishrun (S) er vegna þess að þeir skilja ekki hvað fólkið vill, og þess vegna fer sem fer í kosningnum og (S) flokkurinn getur sjálfum sér um kennt.

Ef ég væri í framboði þá væru þessi atriði aðal málefnin og væri eitthvað gert í þeim fyrsta árið.

1. Afnema verðtryggingu

2. Setja bann við gengisfelingum í Stjórnarskránna.

3. Binda krónuna við stapílan erlendan gjaldmiðil (Svissnezka frankan mitt val), en mundi leifa þjóðini að velja hvaða erlendi gjaldmiðill yrði fyrir valinu.

4. Loka Evrópustofu daginn eftir myndun Ríkisstjórnar

5. Bindandi þjóðaratkvæði um ESB ferilinn ekki seinna en október 2013

Ósköp einfallt, og vel gerandi á einu ári.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.4.2013 kl. 02:01

5 Smámynd: Samstaða þjóðar

Jóhann, ég bendi þér á þetta:

Sjálfstæðisflokkur þræðir torfærur í aðdraganda kosninga

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 7.4.2013 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband