Evrópuþjóðir halda ekki vatni yfir íslenska laginu ...

Nú er vorið í nánd, farfuglarnir koma, sólin komin fram úr jafndægrinu og allt í lukkunnar velstandi. Því fylgir auðvitað heljarins bjartsýni vegna evróvisjóns. Íslenska lagið er það langbesta, rétt eins og í fyrra, hitteðfyrra, þar áður og allar götur síðan við lentum fyrst í sextánda sæti sem var auðvitað stórsigur.

Og mikið óskaplega fagna ég frétt Morgunblaðsins sem byrjar svona: „Evróvisjónaðdáendur um víða veröld virðast almennt ánægðir með að íslenska lagið Ég á líf með Eyþóri Inga sé flutt á íslensku ...“.

Þetta hefur skýran samhljóm með fréttum af íslenskri þátttöku af undanförnum árum. Við eru i þann veginn að vinna, rétt eins og núna, og það á íslensku.

Þó lagið sé skemmtilegt og flutningurinn góður þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að við eigum ekki nokkurn sjéns í að vinna þessa keppni. Dettur einhverjum í hug að það geti virkilega gerst og hægt sé að byggja á vefsíðum eða undirtektum einstakra spekúlanta?  

Alltaf eru byggðar upp væntingar sem svo bregðast. 


mbl.is Íslenski textinn vekur lukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband