Glápgjald á ferðamenn er ofbeldi

DSC_0248 - Version 2
Enn er talað um að leggja glápgjöld á ferðamenn. Fjölmargir vilja endilega að ríkið taki upp þá iðju að rukka fyrir aðgang að svokölluðum ferðamannastöðum.
Í þessari umræðu má hins vegar ekki gleyma því grundvallaratriði að hér eru þegar lögð gjöld á ferðamenn. Raunar eru þau svo mikil að það yrði ríkissjóði afar mikið áfall að missa þau.
200 milljarða króna tekjur
Ferðamannastaðurinn Ísland rukkar íslenska og útlenda ferðamenn rétt eins og heimamenn um virðisaukaskatt vegna kaupa af ýmsu tagi og að auki margvísleg önnur gjöld. Hingað til lands koma árlega um 660 þúsund ferðamenn og þeir taka fram budduna og greiða fyrir gistingu, veitingar, mat, sýningar, minjagripi, ferðir og fleira.
 
DSC_0401 - Version 3
Ferðamenn kaupa þjónustu og vörur fyrir meira en 200 milljarða króna á hverju ári, og auðvitað hækkar þessi fjárhæð eftir því sem fleiri leggja land undir fót.
 
Þetta þýðir meira en 50 milljarða króna tekjuauka fyrir ríkissjóð vegna virðisaukaskatts. Eru þá ótaldar aðrar tekjur ríkisins af ferðamönnum, beinar og óbeinar.

Hvenær er nóg komið
Finnst þeim sem íhuga málið virkilega þörf á að rukka ferðamenn fyrir aðstöðuna á ferðamannastaðnum Íslandi? Fáum við ekki svo góðar tekjur af ferðamönnum til að við getum til dæmis lagt sameiginlega fé í aðgerðir vegna átroðnings, markaðsstarfs og annars þarflegs.
 
DSC_0340
Glápgjald myndi skerða ferðafrelsi. Með ruddalegum hætti væri seilst ofan í buddu hvers einstaks ferðamanns og honum gert að kaupa sig frá skerðingunni. Þetta væri svo ósæmileg hegðun að ekki tekur nokkru tali. Minnir á mafíustarfsemi.
 
Skattur eða endurgjald
Hitt er allt annað mál að rukka fyrir veitta þjónustu. Sá sem tekur sér far með flugfélagi, rútufyrirtæki, ferðaskrifstofu, fer á hótel eða gistiheimili, fer á veitingahús og svo framvegis greiðir fyrir það sem hann fær. Og það við því verði sem hann sættist á að greiða. Sama má eflaust segja um aðra þjónustu svo sem salernisnotkun, upplýsingaþjónustu eða eitthvað álíka.
 
DSC_0229 Vífilsfell, Bubbi á móbergsbjargi - Version 3
Grundvallaratriðið er að ferðamaðurinn, rétt eins og heimamaðurinn, eigi kost á að velja eða sleppa, kaupa þjónustuna eða gera það ekki af þeirri ástæðu sem hann kýs, hvort sem það er af fjárhagslegum eða öðrum ástæðum.
 
Ofbeldi í krafti aðstæðna
Glápgjald er einfaldlega skattur sem lagður er á þá sem vilja skoða landið. Sá sem lítur til fjalla á ekki að vera skattlagður frekar en sá sem gengur á fjöll. Þeir hafa báðir greitt fyrir notkun sína á landi.
Ekki er nóg að líta á þörfina fyrir fjármagn til einhverra verka. Nauðsynlegt er að horfa til neytandans, ferðamannsins. Erum við að auðvelda honum ferðir hans eða skemma fyrir?
 
Staðreyndin er einfaldlega þessi:
DSC_0031
Ríkissjóður fær nægar tekjur af innlendum og útlendum ferðamönnum til að standa undir því sem þarf að gera. Glápgjaldið er aukin skattheimta og telst einfaldlega vera ofbeldi. Eru það einhver rök að heimila aukna skattheimtu af því að það er bara hægt? 
 
Þessi grein birtist á bls. 24 í Morgunblaðinu í dag. 
 
Myndir:
1. Þarfnast ekki skýringar en þessir ágætu vinir mínir heita Ólafur Bernódusson, fjallagarpur, fréttaritari og ljósmyndari frá Skagaströnd, og Gunnar Svanlaugsson, fjallagarpur og skólastjóri frá Stykkishólmi.
2. Við „Gullfjallið“ skammt vestan við Hattver.
3. Við Dyrfjöll.
4. Á Vífilsfelli sunnanverður.
5. Vífilsfellshlíðar í Jósefsdal. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Bláalónið hefur alltaf einkennst af því fólki sem þar ræður. Pínulítið þorp hefur ekki mannvit til að stjórna svona vinsælu dæmi. Þegar ég kom í heimsókn til landsins einu sinni var nýbúið að stækka aðstöðu fyrir gesti. Var búningsklefi karla ekki stærri en svo að eftir að 15 manns voru  komnir og farðir var allt rennandi í vatni,hárum,hraunmöl og drullu almennt. Þetta litla pláss var á engan hátt hannar fyrir notkunina, allt var bara 10% af því sem það átti að vera. Nú þegar það kostar 7-8 þúsund að busla í 1/2 tíma fara ferðamenn upp í Úthlíð og busla og sofa í sólarhring fyrir sömu upphæð. Sjá allir að svona er ekki hægt að reka þennan heimsfræga stað. Kaffistofan niðri á bryggjunni í Grindavík en landsins besti og ættu þeir að halda sér við það verkefni. Þar er hægt að drekka kaffi og telja fiskikörin úr bátunum sem teknir eru beint inn í vinnslu án vigtunar á löglegri vigt.

Eyjólfur Jónsson, 20.3.2013 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband