Innlend landbúnaðarframleiðsla tryggir öryggi

Útúrsnúningar duga ekki í málefnalegum rökræðum, jafnvel þó þeir séu fyndnir og létti umræðuna. Þetta veit gamall vinur minn, Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem er á þeirri skoðun að leyfa eigi innflutning á hráu kjöti.

Ég er ósammála honum. Ekki vegna þess að ég sé á móti frjálsum viðskiptum heldur fyrst og fremst vegna þess að ég ber fyrir brjósti hag innlendrar matvælaframleiðslu.

Sérfræðingar halda því fram að innflutningur á hráu kjöti bjóði einfaldlega hættunni heim. Með því berist hingað margvíslegir sjúkdómar sem valdið geta skaða á innlendri framleiðslu. Dæmin úr sögunni er þekkt. Enn hafa til dæmis kamfýlóbakter og salmónellusýkingar og fjöldi annarra sjúkdóma ekki ná fótfestu hér. 

Hins vegar hef ég ekki hugmynd um hvers vegna farfuglar beri ekki með sér smit. Á því hljóta að vera náttúrulegar skýringar.

Ég held að það hljóti að vera ansi léttvægt að halda því fram að innflutningur á hráu kjöti hafi engar afleiðingar. Það kann einnig að vera að fólki sé alveg sama um afleiðingarnar, þær skipti litlu, aðalatriðið sé að fá matvöru á lægra verði.

Með þessu forðast fólk að taka afstöðu til öryggismála. Þegar Eyjafjallagosið stóð sem hæst gerðist það sem enginn hafði áttað sig á, vart var við skort á ýmsum matvörum í Evrópu. Um var að ræða mat sem kom með flugi frá öðrum heimsálfum og Evrópubúar reiddu sig á að væri alltaf til staðar í verslunum.

Ekki þarf nú mikið ímyndunarafl til að skilja að svona aðstæður eru ekki óhugsandi í framtíðinni. Ljóst er að landbúnaðarafurðir eru að stórum hluta niðurgreiddar í Evrópu. Hverfi þær niðurgreiðslur fer íslensk buddupólitík fyrir lítið.

Sjúkdómar í landbúnaði í Evrópu eða annars staðar í heiminum geta skyndilega lagt matvælaframleiðsluna í rúst. Fjölmörg dæmi eru um hrikaleg atvik, til dæmis nautakjötsframleiðslu Breta í kjölfar creutzfeldt-jakob sjúkdóminn. Í Asíu eru afleiðingar fuglaflensuveirunnar vel þekktar og teljast mjög alvarlegar.

Með því að opna fyrir innflutning á hráu kjöti eigum við Íslendingar það á hættu að íslenskur landbúnaður dragist stórkostlega saman. Þegar hamfarir í landbúnaði steðja að heimsbyggðinni værum við berskjölduð og stæðum einnig uppi með litla framleiðslu. Þá fer bæði íslensk buddupólitík og stefnumörkun fyrir lítið.

 

 


mbl.is „Hvað með farfuglana?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragnhildur

Hárrétt hjá þér!!!

Anna Ragnhildur, 14.3.2013 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband