Talað í kapphlaupi við tímann

Standi valið á milli stjórnunarstíls Davíðs Oddssonar, fyrrum forsætisráðherra, og hins harða og miskunnarlausa stjórnunarstíls Samfylkingar og Vinstri grænna sem lætur sverfa til stáls í hverju málinu á fætur öðru, má ég þá biðja um Davíð aftur.

Staðreyndin er einfaldlega sú að Valgerður Bjarnadóttir hefur ásamt félögum sínum staðið fyrir þeirri öfgafyllstu stefnu sem þekkst hefur í stjórnmálum frá lýðveldisstofnuninni. Hún hefur haft forræði fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og hefur nú síst vaxið af því embætti.

Henni finnst allt í lagi að taka gagnrýnislaust við niðurstöðum stjórnlagaráðs og hefur lagt ofuráherslu á að koma því í gegnum þingið. Skiptir engu þótt sérfræðingar hafi mælt með því að málið yrði skoðað mun betur. Naumur meirihluti á Alþingi er henni tæki til að gera allt að vildi, í því eru öfgarnar fólgnar.

Rök stjórnarandstöðu hafa ekki skipt Valgerði neinu máli. Hún hefur borið stjórnarandstöðunni á brýn ýmsar ávirðingar fyrir að fallast ekki á niðurstöður stjórnlagaráðs. Hún hafði forgöngu um að Feneyjarnefndin fengi málið til umfjöllunar en snarsnérist svo gegn henni vegna þess að nefndin hafði, líkt og innlendir sérfræðingar, gríðarlega margar athugasemdir við frumvarpið.

Gegn gerræði Valgerðar og ófaglegum vinnubrögðum er ástæða til að spyrna við fæti. Ég held að ef þjóðin fengi að velja á milli stefnuleysis Samfylkingar og Vinstri grænna og staðfestu Davíðs Oddssonar myndu þessir tveir öfga vinstriflokkar tapa stórt.

Jafnan er hlustað á þá sem sitja á Alþingi. Líkur benda til þess að Valgerður sitji þar ekki eftir næstu kosningar og þá hlusta færri.


mbl.is Valgerður: Mér er ómögulegt að þegja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband