70% landsmanna eru á móti aðild að ESB
9.3.2013 | 20:00
Kunna starfsmenn Samtaka iðnaðarins ekkert í almannatengslum? Óskiljanlegt er að birta svona frétt síðla dags á laugardegi. Afleiðing er sú að fréttin komast ekki inn í helgarblöð Morgunblaðsins eða Fréttablaðsins né heldur inn í fréttatíma Ríkisútvarpsins.
Samtök iðnaðarins hafa lengi barist fyrir inngöngu landsins inn í ESB. Líklega kunna starfsmennirnir meira í almannatengslum heldur en virðist. Niðurstöður könnunarinnar eru neikvæðar og það er líklega ástæðan fyrir því að hún er birt á eins óáberandi hátt og mögulegt er.
Hefði könnunin sýnt meirihluta fylgjandi aðild hefðu Samtökin blásið í lúðra, haldið ráðstefnu (rukkað vel inn á hana), kallað til helstu forvígismenn iðnaðar í Evrópu og messað rækilega yfir fundargestum og blaðamönnum og gætt þess ekkert um könnunina færi framhjá landsmönnum og í þokkabót hefði verið gefinn út vandaður bæklingur um ósköpin og honum hefði verið dreift á öll heimili í landinu.
Engar upplýsingar eru gefnar um könnunina, aðeins stuttleg frétt á mbl.is og enn styttri á si.is. Hugsanlega er þetta könnunin frá því 19. febrúar en þá er hún nærri mánaðargömul og ekkert gagn af henni nema sögulegt.
Niðurstaðan er engu að síður sú að 70% eru á móti aðild að ESB. Það er gott.
![]() |
Meirihluti áfram andsnúinn aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
70% segja lygafjölmiðlar, sem ekkert er að marka!
Tækni og iðnmenntun eru ekki jafn mikils metnar greinar á Íslandi, eins og háskólamenntun. Það voru kynningar í tækniskólanum á Háteigsvegi og í háskóla Íslands í dag. Fjölmiðlar töluðu sjálfa sig í kaf um Háskóla Íslands, en ekki orð um tækniskólann.
Það er eitthvað mikið að í fjölmiðlaheimum. Vanþróaður fjölmiðlaheimur Íslands, sem ber þess merki að vera í ó-siðmenntuðu og fáfróðu bankamafíulandi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.3.2013 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.