Verður málþóf í umræðum um vantraust Saaris?
6.3.2013 | 17:46
Þór Saari, alþingismaður Borgarahreyfingarinnar, Hreyfingarinnar, Arinnar, Innar, Ar og Dögunnar á miklar þakkir fyrir að hafa lagt fram vantraust á ríkisstjórnina þegar 52 dagar eru fram að síðasta söludegi hennar.
Þó Þór sé í hefndarhug eftir að hafa verið plataður upp úr skónum margoft á kjörtímabilinu, lofað þeim Steingrími og Jóhönnu stuðningi sem þau misnotuðu fyrir eitthvað allt annað en breytingar á stjórnarskránni eða jafnvel nýja stjórnarskrá.
Aumingja Þór áttaði sig ekki á slóttugheitum ríkisstjórnarinnar, skiljanlega ekki. Svo kemur það í ljós að ríkisstjórnin fattaði ekki að Þór kann að hefna sín og nú er beinlínis hætta á að ríkisstjórnin falli. Ekki út af norræni óvelferðarstefnu, skjaldborgarleysinu, ESB málinu, fiskveiðistjórnarmálinu, ofurskattamálunum, verðtryggingunni eða öðrum stórmálum heldur Þór, sem er raunar ekkert smámál.
Nú eru um átta dagar eftir af þinginu, nógur tími fyrir Álfheiði Ingadóttur, þingmanns Vinstri grænna, til að ræða og samþykkja nýja stjórnarskrá. Þennan tíma ætlar Þór að nota til að ræða vantraust en ekki stjórnarskrá.
Vonandi misnotar ríkisstjórnarmeirihlutinn ekki traust Þórs Saari og fer í eitthvað málþóf til að eyða tímanum og koma þannig i veg fyrir að hægt sé að ganga til atkvæða. Verður ekki að ræða þetta hugsanlega málþóf eitthvað nánar áður en til málþófsins kemur?
Vantrauststillagan lögð fram aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú er Sigmundur Davíð þegar farinn að gera skóna að málþófi í haust ef stjórnarskrármálið kemur þá til kasta Alþingis.
Ómar Ragnarsson, 6.3.2013 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.