Þingsályktun um farsæld og stórnarskrá
6.3.2013 | 15:57
Stjórnarskrármálið hefur forklúðrast í höndum ríkisstjórnarflokkanna. Til að reyna að bjarga því sem bjargað verður dettur ríkisstjórnarmeirihlutanum í hug að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að fimm manna nefnd eigi að vinna að farsælli niðurstöðu stjórnarskrármálsins á næsta kjörtímabili.
Þessi tillaga verður aldrei til neins. Gildishlaðið orðagjálfur er gagnslaust og í ofanálag hreint bull að orða það þannig að hin farsæla niðurstaða sé í því fólgin í eftirfarandi:
Vinna nefndarinnar grundvallist á tillögum stjórnlagaráðs og miði að því að útfæra nánar frumvarp það til nýrrar stjórnarskrár sem nú liggur fyrir þinginu.
Hingað til hefur engin farsæld verið falin í störfum stjórnlagaráðs. Þvert á móti hefur öfgafull afstaða fjölmargar ráðsliða valdið klofningi á þingi og meðal þjóðar. Því hefur jafnvel verið haldið fram að þinginu beri skylda til að samþykkja tillögu ráðsins óbreytta, rétt eins og þing hafi um það fjallað.
Og nú ætlast þremenningarnir til þess að grundvöllur farsældarinnar sé í því fólgin að útfæra nánar frumvarp stjórnarskrárnefndar. Þetta er algjörlega röng nálgun á viðkvæmt mál. Allt eins má segja að mestar líkur séu á því að farsælast sé að halda í núverandi stjórnarskrá, jafnvel óbreytta.
Svo má nú alveg íhuga hvort nýtt þing kunni ekki að hafa aðra skoðun á farsældinni en þessi þrjú sem að þingsályktuninni standa. Er þá ekki tilgangslaust að leggja fram svona tillögu, hvað þá að samþykkja hana?
![]() |
Standa saman að tillögu um stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.