Ó gvöð, hvað er eiginlega að svona fólki?

920430-214

Hvers konar aumingjar eru Íslendingar að verða. Í fréttinni segir: 

Ekki er gott að segja hvað manninum gengur til og, ef um erlendan ferðalang er að ræða, hvort hann veit af óveðrinu sem skellur á seint í kvöld og stendur fram á morgun.

Það oftast ekkert að því að gista í góðu tjaldi, jafnvel þó úti geysi vetrarstormur. Tjaldið ver mann fyrir hríð, bleytu og roki. Eina sem þarf til viðbótar er góður svefnpoki og helst góð bók eða iPod. Þá líður manni vel fyrir utan veðurglym og rjátl vindsins í tjaldinu.

920500-26

Landinn er orðinn svo góðu vanur, heitum húsum og öflugum bílum, að hann kann ekki lengur að ferðast að vetrarlagi í alls kyns veðrum. Þó eru undantekningar frá þessu, heilbrigt fólk á vegum fjölmargra ferðafélaga og klúbba sem hefur lært á náttúruna og nýtur þess að glíma við hana.

Útbúnaður til ferðalaga er allur orðinn miklu betri en fyrir tíu árum eða áður. Nú skiptir mestu máli að læra á útbúnaðinn, æfa sig og njóta tilverunnar.

Ég hjólaði talsvert um borgina. Í norðangarranum gær og í dag sá ég, er ég beið eftir grænu ljósi á gangbrautum, hvernig léttklætt fólkið í brynvörðum sjálfrennireiðum sínum horfði á mig, sumt með vanþóknun og aðrir með nettri meðaumkun. Ekkert amaði þó að mér. Ég var vel klæddur yst sem innst. Hefði eflaust átt að setja á mig skíðagleraugu, þau hefðu komið sér vel í mótvindinum. 

Thjodverji

Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins var sagt frá þýskum hjólreiðamanni sem lenti í slæmu veðri í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. Þar svaf hann í tjaldi sínu og þótt ekkert amaði af manninum um nóttina á hafði snjóað að tjaldi hans. Fréttaþulurinn orðaði það einhvern veginn á þá leið að þetta hefði blasað við manninum er hann kom út um morguninn, leið birtist þessi mynd sem er hér vinstra megin og ég hnupaði af vef Ríkisútvarpsins

Þetta var eitthvað rugl í þulnum. Auðvitað vissi Þjóðverjinn af snjókomunni og ekkert kom honum á óvart morguninn eftir. Taldbúar fylgjast betur með veðri en þeir sem lokaðir eru af inni í einangruðu húsi.

Maðurinn var þó greinilega vel búinn og hafði áreiðanlega notið ferðarinnar óskaplega vel þangað til Blönduóslöggan „handtók“ hann og flutt í „betra“ skjól. Að öðrum kosti hefði hann áreiðanlega hvergi farið heldur gist aðra nótt í tjaldi sínu eða þangað til veðrinu myndi slota. Þá myndi hann halda áfram ferð sinni. Það gerum við á á fjöllum.

Hinir værukæru Íslendingar hrópa hins vegar upp yfir sig í vandlætingu sinni: Gvöð, hvað er eiginlega að manninum? 


mbl.is Tjaldaði við Stóra Dímon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband