Kennsla er kvennastarf vegna lágra launa

Fækki karlmönnum sem leggja fyrir sig kennslu er aðeins ein ástæða fyrir því. Launin eru of lág. Að öllum líkindum er viðhorf karla og kvenna til starfa ólíkt. Karlar velja störf eftir þeim launum sem bjóðast en konur líta til fleiri hluta eins og starfsaðstæðna, öryggis í starfi og álíka. Þar af leiðandi verða til fjölmennar kvennastéttir hjá ríki og sveitarfélögum.

Vilji svo til, sem vonandi gerist, að á næstu árum hækki laun kennara, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og slíkra dæmigerðra kvennastétta, má telja fullvíst að karlar sæki meira í þessi störf.

Til að laun kennara hækki þarf hins vegar að taka til í samningum þeirra, greiða þeim fyrir unnar stundir, hætta með ótrúlega flókna útreikninga sem fæstir átta sig á nema sérfræðingar. 


mbl.is Karlmönnum við kennslu fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband