Til dæmis af Vinstri grænni grasrót ...

Upplýst hefur verið að Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson, og Katrín Jakobsdóttir eru sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins þess efnis að hætta skuli aðlögunarviðræðum að ESB og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið.

Þetta hafa eflaust verið hræðilegar fréttir fyrir Vinstri græna grasrótina. Hún gerði því prúðlega sófabyltingu á síðasta landsfundi þegar landsbyggðarfulltrúarnir voru farnir heim.

Rótin lagði nebbnilega fram aðra og róttækari tillögu þess efnis að halda skuli áfram aðlögunarviðræðunum en vill skiljanlega að þær verði ekki endalausar. 

Sem sagt grasrótin tók í taumana og stýrði flokknum aftur inn á beinu brautina sem Samfylkingin markaði fyrir fjórum árum. Og haldi VG áfram í ríkisstjórn eftir næstu kosningar vill grasrótin að aðlögunarviðræðurnar endi „til dæmis eftir ár“.

 Ofangreindir forystumenn urðu því undir í atkvæðagreiðslu og una því eflaust bölvanlega - eða þannig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband