Líkiđ sem komst heim í saltfisk međ rófum
27.2.2013 | 15:30
Húnvetningar eru í dálitlu uppáhaldi hjá mér enda margir ţeirra međ afbrigđum skemmtilegir. Einn ţeirra er Jón Sigurđsson, umbođsmađur TM, fréttaritari Morgunblađsins, ljósmyndari, bloggari og lífsnautnamađur á Blönduósi. Hann ritar reglulega bloggá vefsíđu sína jonsig.123.is.
Jón er mikill spaugari. Hann sér lífiđ allt í björtu ljósi, hann skrifar um fólk af lifandi léttúđ og umhyggju svo eftir er tekiđ. Engu ađ síđur er í tilverunni einn mađur sem er síst af öllu merkilegri en ađrir og ţađ er hann sjálfur.
Í síđustu viku skrifar Jón af undarlegri léttúđ um hrollvekjandi atburđ (feitletranir og greinaskil eru mínar):
Meginstefiđ í ţessum miđvikudagspistli verđur stríđsfréttaritarinn" á Vesturbakkanum (á Blönduósi) sjálfur, sem er svolítiđ á skjön viđ hiđ hefđbundna ţví venjulegast hefur hlutverk mitt veriđ eins og sumra ađ standa á hliđarlínunni og fylgjast međ. En ađ ţessu sinni var fréttaritarinn hćfđur í hjartastađ og eftir smá umhugsun var tekin ákvörđun ađ segja frá ţessum atburđi.
Ţegar lagt er upp í ferđ ađ morgni veit mađur aldrei hvernig hún endar en eitt er víst ađ hún endar einhvern veginn en kannski ekki alveg á ţeim stađ sem ađ var stefnt. Í fyrradag, afmćlisdaginn minn ţá lagđi ég af stađ til vinnu minnar líkt og ég geri nánast hvern einasta virkan morgun. Veđriđ var yndislegt og mikil ró hvíldi yfir Húnaflóanum, já bćnum öllum og ţokan lćddist allt um kring og setti á morguninn ćvintýralegan blć.
Um klukkan hálf ellefu var stefnan sett á heilbrigđistofnunina (HSB) og ćtlunin ađ reyna pínulítiđ á hjartađ hjá henni Maríu Jóhönnu sjúkraţjálfara . Ég var settur upp á hjól og látinn hjóla smástund í rólegheitum og síđan látin taka hressilega á ţví inn á milli.
Ţetta gekk ágćtlega til ađ byrja međ en í ţriđja hrađspretti fölnađi ég allur upp , međvitundin fjarađi út og Maríu leist bara ekkert á blikuna ţví sá sem á hjólinu sat var líkari líki en nokkurt lík svo hún kallađi í "kollega" sinn hana Tínu (Christine) sem kom í ţann mund sem líkiđ" á hjólinu fékk mikiđ rafstuđ beint í hjartađ frá tćkinu sem ţađ ber undir vinstri brjóstvöđva. Viđ ţetta högg lyftist hin hvíta vera á hjólinu og međvitundin jókst til mikilla muna.
112 voru fyrstu viđbrögđ Maríu og svo er eins og undirveđvitundin segi mér ađ Tína hafi haldiđ ţegar hún kom inn í ţessar ađstćđur ađ Maríu Jóhönnu hefđi tekist ađ fá lík til ađ hjóla sem má hiklaust flokka undir kraftaverk. Ţessi athugasemd er algjörlega sjálfsprottinn úr hugarheimi manns sem stóđ frammi fyrir ógnvekjandi ađstćđum og er ţungamiđja atburđarrásarinnar og er ekki seld dýrari en hún var keypt.
Ţađ skal strax tekiđ fram ađ bćđi María og Tína voru frábćrar og raungóđar á raunarstund ţó ég sé ekki í vafa ađ ţeim var verulega brugđiđ. Til ađ gera 7 klukkustunda langa sögu stutta ţá stóđ heilbrigđisstarfsfólk á Blönduósi sig mjög vel og ég komst heim í saltfisk međ rófum um kvöldiđ og gat tekiđ á móti góđum vinum eftir kvöldmat.
Sem sagt, Jón vinur minn Sigurđsson, var nćrri dauđur, en komst sem betur fer heim í saltfisk međ rófum. Honum ţykir ţessi atburđur í fyndnara lagi og hefur ekki fyrir ţví ađ segja lesendum sínum nánar frá ţví sem gerđist. Hiđ skoplega finnst honum ađ hann hafi fölnađ og litiđ út sem dauđur vćri. Er mađurinn ekki ćđruleysiđ uppmálađ?
Svo orti hann spauglega limru um atvikiđ.
Ég stöđvađist snarlega á rólinu
er spólađi á kyrrstćđa tólinu.
Eftir átök og puđ
kom forritađ stuđ
svo líkiđ lyftist á hjólinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mađurinn er nú bara snillingur í ađ sjá ţađ skondna viđ allt held ég bara...
Međ kveđju
Ólafur Björn Ólafsson, 27.2.2013 kl. 16:55
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.