Afgerandi afstaða Sjálfstæðisflokksins í ESB málinu

Ég er á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og fylgdist með atkvæðagreiðslunni um utanríkismál. Fram kom eftirfarandi breytingartillaga séra Geirs Waage:

Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa 48 fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að gera skuli hlé á aðildarviðræðunum við 49 Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæða-50 greiðslu.

Sá ágæti maður, Benedikt Jóhannesson, sté í ræðustól á eftir Geir og hvatt til þess að tillagan yrði felld og flutti ágæt rök fyrir sínu máli og hvatti til áframhaldandi sáttar á milli ESB sinna og andstæðinga innan flokksins. Hann er sem kunnugt er mjög fylgjandi aðildinni.

Landsfundurinn var á öndverðri skoðun. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og virðist sem að fylgjendum ESB fari nú fækkandi á landsfundi. Ég hef ágætan samanburð því á síðasta landsfundi var á að giska fimmtungur fundargesta sem viðstaddir voru samþykkt um utanríkismál hlynntir ESB. Nú virtust aðeins um 10% fundargesta vilja hafna ofangreindri tillögu.

Þetta eru afskaplega ánægjuleg tíðindi og úrslitin fara algjörlega eftir því sem ég hef haldið fram hér á blogginu. Þurfti ég þó ekkert að hafa mig í frammi, svo afgerandi voru úrslitin.


mbl.is Aðildarviðræðunum skuli hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Sigurður.

Til hamingju með þetta Sjálfsstæðismenn, þið standið undir nafni!

Gunnlaugur I., 24.2.2013 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband