Á síðustu stundu fattaði Þór eðli ríkisstjórnarinnar

Þór Saari hefur haft fjögur ár til að átta sig á ríkisstjórninni, eðli hennar og þeim sem hana skipa. Það er ekki fyrr en núna, korteri fyrir kosningar (eins og svo oft er sagt) að hann þykist átta sig. Eiginlega hefur ekkert annað gerst en að kaupmennskutíð Þórs hefur runnið sitt skeið á enda. Hann getur ekki lengur stundað skiptivinnu við ríkisstjórnina. Hún er að hætta.

Þá skyndilega sér hann sitt óvænna og vill hefna sína. Leggur fram gagnslausa vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Þessi tillaga skiptir engu máli. Ríkisstjórnin féll fyrir löngu en Þór Saari hélt í henni lífinu. Það fór vel á því, sækjast sér um líkir. Líkur benda til að Bæði Þór og stór hluti ríkisstjórnarliðsins falli af þingi við næstu kosningar. Fer vel á því.


mbl.is Stjórnin svaraði ekki tillögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Gylfason

Já ég er sammála en blessaður kallanginn hefur áhyggjur af pólitískum eftirmælum sínum og verður að skruma smá á lokasprettinum til að líða betur með sjálfan sig og frammistöðu sína.

Gylfi Gylfason, 21.2.2013 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband