Griðasvæði hvala án kvala

Sá í helgarmogganum umfjöllun Péturs Blöndal blaðamanns um „Þingmál í biðflokki“. Þar er eitt þingmál sem nefnist „Griðasvæði hvala“. Í umfjölluninni segir á stirðbusalegu máli:

Griðasvæði hvala í Faxaflóa verði stækkað, frá Eldey í suðri að ysta odda Snæfellsness í norðri, og enn fremur tryggt griðasvæði hvala fyrir Norðurlandi þar sem hvalaskoðun hefur verið vaxandi atvinnugrein. Enn fremur setji atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra heildstæðar reglur um framkvæmd og skipulag hvalaskoðunar. Þingsályktunartillaga. Mörður Árnason, Birgitta Jónsdóttir og Árni Þór Sigurðsson. Ekki komið á dagskrá. 

Núna velti ég því fyrir mér, án afláts, hvort griðasvæði komi að einhverjum notum fyrir hvali ef þeir viti ekki af því? Og hvernig á nú að láta þá vita? Jú, það er gert með því að skjóta þá hvali sem fara út úr griðasvæðinu. Það leiðir auðvitað til mikilla kvala.

Þetta þykja mér háreist vísindi. 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband