Jóhanna nefnir ekki Sjálfstæðisflokkinn í blaðagrein

Einna helst ber það til tíðinda, laugardaginn 16. febrúar 2013, að forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, ritar grein í Fréttablaðið helgarinnar og nefnir ekki Sjálfstæðisflokkinn á nafn né sneiðir að honum nafnlaust.

Var greinin þó afar löng og rituðu á því máli sem einungis helstu stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar skilja. Aðrir skilja fátt. Þeirra á meðal eru andstæðingar Icesave samninganna, þeir sem eru á móti verðtryggingu, gengislánum, ofursköttum, árásum á atvinnulífið og atvinnulausir.

En að skjóta ekki pínulítið á Sjálfstæðisflokkinn ... Hvað er að konunni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband