Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Atvinnugreinin nefnist ferðaþjónusta
15.2.2013 | 13:58
Ferðamannaiðnaður er ekki atvinnugrein á Íslandi og hefur aldrei verið. Í nær þrjátíu ár hafa þeir sem boðið ferðamönnum vöru og þjónustu verið sammála um að nefna atvinnugreinina ferðaþjónustu.
Það samrýmist að auki íslensku máli þar sem iðnaður er skilgreindur miklu þrengra en til dæmi sambærileg nöfn á erlendum tungum.
Arion banki verður að skilja þetta og taka mið af því. Geri hann það ekki bendir það annað hvort til þess að þar fylgist menn ekki með ferðaþjónustunni nema í gegnum tölur frá Hagstofunni eða á að málvitundin sé á svo óskaplega lágu stigi. Hvort tveggja er slæmt.
Svo oft er búið að tönglast á þessu að það þarf algjöra þrákelkni til að virða ferðaþjónustan að vettugi í þessu. Sem dæmi má nefna að aðilar sem starfa innan atvinnugreinarinnar hafa með sér félag sem nefnist Samtök ferðaþjónustunnar, ekki Samtök ferðamannaiðnaðarins.
Spá þriðjungsfjölgun ferðamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 223
- Sl. sólarhring: 229
- Sl. viku: 379
- Frá upphafi: 1647347
Annað
- Innlit í dag: 206
- Innlit sl. viku: 335
- Gestir í dag: 201
- IP-tölur í dag: 196
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er þarft verk í að eyða þessu heiti "ferðamannaiðnaður" úr málinu og taka alfarið upp orðið ferðaþjónusta. Ferðamannaiðnaður gæti verið heiti yfir það að taka við ferðamanni,snúa honum á hvolf og tæma vasa hans á færibandi áður en hann yfirgefur landið ! Fæ ónot þegar heyri eða sé þetta orð. Takk fyrir að benda á þetta.
Sigurður Ingólfsson, 15.2.2013 kl. 17:27
Sæll Ingólfsson.
En er það ekki einmitt það sem flatlendingar á og í kringum höfuðborgarsvæðið hafa stundað undanfarin ár, þ.e. að reyna að sturta sem mestu úr vösum ferðamanna áður en þeir komast of langt í burtu. Þannig grunar mig að það líti út fyrir fólki sem reynir að reka ferðaþjónustu handan við "Gullna þríhyrninginn" og norðan við Holtavörðuheiðina. Ef til vill er það spurningin hvort gera ætti greinarmun á smærri "ferðaþjónustuaðilum" og stórtækum "iðnaði" sem fellst í að keyra rútur með fullfermi af ferðafólki á fáa "stóra" staði þar sem búið er að byggja upp margsháttar aðferðir til að tæma vasa þeirra. Þannig má reikna með að alltof margir erlendir ferðamenn séu afskaplega litlu nær um landið þegar þeir fljúga af landi brott.
Högni Elfar Gylfason, 16.2.2013 kl. 12:08
Sæll Gylfason
Ánægðustu ferðalangarnir eru þeir sem hafa tíma til að skoða fallega landið okkar.Hinir verða að láta sér nægja styttri ferðir og koma bara vonandi aftur til að skoða meira. Kveðja
Sigurður Ingólfsson, 16.2.2013 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.