Kúbu-Gylfi biðst ekki afsökunar

Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heiðar Már líklega ósammála og verðum það áfram.

Loksins, loksins viðurkennir Gylfi Magnússon, dósent og fyrrum viðskiptaráðherra, að hafa hafa haft rangt fyrir sér með ummælum sínum um Kúbu norðursins, ástand sem hann sagði vofa yfir þjóðinni myndi hún ekki samþykkja Icesave samninginn, þann sem kenndur er við Svavar Gestsson.

Ofangreind tilvitnun (feitletrunin er mín) er úr grein Gylfa í Fréttablaðinu í dag. Með henni reynir hann að bera í bætiflákann vegna greinar sem Heiðar Már Guðjónsson skrifaði um Gylfa í sama blað síðasta mánudag.

Reyndi af afvegaleiða umræðuna 

Ekki það að neinn hafi verið að bíða eftir þessu frá Gylfa, síður en svo. Allir vita að hann meinti ekkert með ummælum sínum. Þau voru pólitísk, sett fram til að afvegaleiða umræðuna um Icesave, fá fólk til að trúa því að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hafi rétt fyrir sér en allir aðrir væru á villigötum.

Hrokinn 

Versta við þessi ummæli er hrokinn. Ráðherrann gerir ráð fyrir því að hann sé sé sem einn veit en allir aðrir séu illa að sér í Icesave og efnahagsmálum yfirleitt. Í þessu endurspeglaði Gylfi viðhorf heillar ríkisstjórnar gagnvart verkefnum sínum, stjórnkerfinu og þjóðinni allri. Verst er að kallinn hefur ekkert breyst. Í grein sinni segir Gylfi:

Þá rekur Heiðar Már á frekar ruglingslegan hátt ýmis mál er tengjast myntkörfulánum og lögmæti þeirra. Um það er ekki annað að segja en það sem hefur alltaf legið fyrir og ég hef margoft lýst yfir á undanförnum árum. [...]  

Maðurinn sem telur sig upp yfir alla hafinn reynir ekki að færa rök fyrir máli sínu, andstæðingurinn er ruglaður og flettið bara upp því sem ég hef sagt. Hvernig er hægt að skrifa svona í blaðagrein? Flestir hljóta að fordæma svona málflutning.

Svarar engu 

Í grein sinni nefndi Heiðar Már Guðjónsson margar ávirðingar á Gylfa Magnússon.

 

  • Icesave ummælin
  • SpKef og Byr viðhorfið
  • Endurreisn Landsbankans og gengisbundnu lánin
  • Gengislánadómur hæstaréttar og viðhorf Gylfa
  • Stjórnarseta Gylfa í OR
  • Viðhorfin til skuldastöðu þjóðarinnar

 

Gylfi svarar engu, úr honum er allur vindur, rétt eins og öðrum forkólfum ríkisstjórnarinnar. Mestu plássi í grein sinni eyðir Gylfi Magnússon í að réttlæta stjórnarsetu sína í OR og aðgerðir hennar vegna skuldastöðu fyrirtækisins og reynir um leið að koma því inn hjá lesendum að Heiðar sé vafasamur pappír:

[...] skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. 

 

Fátt bitastætt segir hann um skuldastöðu þjóðarinnar eða SpKef, reynir eiginlega að eyða óþægilegri umræðu.

Velvirðingin 

Og hann biðst velvirðingar á Kúbu-ummælunum, biður þá sem vilja virða ummæli sín til betri vegar. Þetta er ekki það sama og biðjast afsökunar.

Sí og æ er verið að bera saman ástandið hér á landi fyrir og eftir hrun. Eftir hrun fengum við Gylfa Magnússon sem ráðherra. Steingrímur og Jóhanna voru afar hreykin af honum þegar hann settist í ríkisstjórn, en þó held ég að þau hafi orðið enn glaðari þegar hann fór. Glöðust var þó þjóðin sem hafði flengt hann með Icesave vendinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband