Far- og komsýslan
13.2.2013 | 15:50
Hverjum skyldi hafa dottið í hug nafnið Farsýsla Hann ætti skilið að vera útnefndur embættismaður ársins. Farsýsla er stutt og laggott, hefur beina skírskotun í stjórnsýsla, bendir til stofnanaræðis, ægivaldsins sem sýslumaður hefur löngum verið hér á landi.
Forskeytið far er skýrt, vísar á bug, segir einfaldlega farðu í rass. Snöggtum skárra væri að nefna stofnunina Komsýslan, jafnvel Kom- og farsýslan eða öfugt.
Þeir sem mótmæla eru ekki skárri og koma sterklega til greina í annað sætið sem embættismaður ársins. Varla er boðlegt að bjóða upp á Samgöngustofu, kotlegt nafn með engri reisn. Samgöngustofnun er í ætt við Farsýsla, stofnanalegt og þunglegt.
Best er að finna nýtt og ferskt nafn sem feli tilganginn og bjóði upp á eitthvað enn betra og meira heldur en stofnunin getur nokkru sinni staðið undir. Legg hér fram nokkrar tillögur, geri þó ekki ráð fyrir að fá nein verðlaun fyrir hugmyndaauðgina.
- Himnasæng
- Sólskinsferð
- Uppáferð
- Ferðalög og reglur
- Far- og komsýslan
- Fjórstofnunin
- Ögmundur
- Farmundur
- Kommundur
- Ööösýslan
- Stofnanasýslan
- Yfirogalltumkringsýslan
- Stýrisýslan
Biðja ráðherra að endurskoða nafnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.