Ögmundur skoðar heiminn

Ekki er seinna vænna fyrir Ögmund innanríkis að leggjast í ferðalög þar sem ráðningartímanum er að ljúka. Karlinn hefur verið í Kína og nú fer hann til Indlands. Vonandi sér hann sér fært að koma við í Vatíkaninu á heimleiðinni og spjalla þar við fráfarandi páfa um lífsgátuna.

Vonandi fer enginn að velta því fyrir sér hvað ferðir Ögmundar innanríkis kosti eða hverjir fari með honum. Hann á í nógum vandræðum með að muna einföldustu atriði í skýrslugerð svo þetta bætist nú ekki við. Maður gerir bara ráð fyrir því að hann hafi haft með sér doldið af fiski til að selja upp í ferðakostnað. Ef til vill er markaður þarna fyrir austan.


mbl.is Ögmundur til Indlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband