Hjúkraunarfræðingar tryggja sér samning, aðrir hætta

Ríkisstjórnin sór og sárt við lagði að ekki verði meira fé lagt í laun hjúkrunarfræðinga en þessar 475 milljónir sem velferðaráðherra greind frá á dögunum.

Afleiðingin var þá sú að til þess að ná þessum aurum hafa forystumenn hjúkrunarfræðinga ákveðið að semja við ríkið. Sá samningur verður auðvitað samþykktur í almennri atkvæðagreiðslu.

Hitt er svo algjörlega annað mál að uppsagnirnar munu að mestu leyti standa.

Með þessu hafa þeir sem ekki hafa sagt upp störfum tryggt sér lítið eitt hærri laun. Hefði ekki samist hefði áðurnefnd fjárhæð aðeins verið eingreiðsla. Peningarnir tryggja þó ekki afturköllun uppsagna.

Stjórn Landspítalans og ríkisstjórnin sitja síðan eftir með sárt ennið og með 475 milljónum minna í buddunni og ekkert hefur breyst.


mbl.is Ýmislegt sem hangir á spýtunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband