Er eitthvað að marka Seðlabankann?

Velti því fyrir mér hvað Seðlabanki Íslands hafi gert síðustu árin frá hruni annað en að spila varnarleik. Finnst eins og ekkert hafi gerst. Viðbáran er alltaf hrunið, háir raunvextir, ekkert gert í snjóhengjunni, verðbólgumarkmiðin hafa yfirskyggt alla starfsemina og annað smálegt. Aðstæðum er um kennt og boltanum sparkað útaf.

Seðlabankinn réðst með offorsi á Samherja en ekkert hefur komi út úr þeirri rannsókn. Bankinn vaknaði við vondan draum þegar samfélagið varaði við uppgjöri skilanefnda gjaldþrota bankanna og fálmaði eitthvað út í loftið í svefnrofanum. Hann gekk erinda ríkisstjórnarinnar vegna Árnalaganna sem urðu til vegna gengislánadóms Hæstaréttar.

Er það rangt skilið hjá mér, en á ekki Seðlabankinn ekki að draga vagninn í efnahagsmálum, að minnsta kosti að hluta til. Mikið óskaplega vildi ég að eitthvað umtalsvert myndi koma frá honum.

Eiginlega líst mér ekkert á Seðlabankann og segi bara eins og vingjarnlega kona sagði í athugasemdadálki dv.is: Skil ekkert í því að nokkur maður geti skipt við Seðlabankann lengur ... 


mbl.is Fersk skilaboð frá seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Vörnin er mjög mikilvægur hlekkur í liðsheildinni.Eins og þú væntanlega gerir þér grein fyrir eru gjaldeyrishöft sem ekki er hægt að afletta fyrr en vissir hlutir eru gerðir fyrst.Ég treysti seðlabankanum miklu betur til að stjórna þessu ferli en þingmönnunum inn á Alþingi.Held bara einfaldlega að þá skorti þekkingu á þessum málum.Held þeir ættu að hætta upphrópunum og einbeita sér að öðru.

Jósef Smári Ásmundsson, 12.2.2013 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband