Er nefskattur lausnin fyrir Hörpu?

Harpa er glæsilegt hús að utan og að innan er það einkar fagurt og notalegt. Það breytir þó ekki þeirri nöturlegu staðreynd að það er monthús. Engin þörf var fyrir það enda hefði það þá verið byggt af fólki sem fjárfest hefði í því fyrir eigið fé, ekki skattfé almennings. Þrátt fyrir það var húsið byggt og allir fagna því að hafa ekki þurft að taka upp budduna og leggja út fyrir andvirðinu.

Nú er hins vegar svo komið að draumahús fárra er orðið að martröð allra. Svo illa var að verki staðið að rekstararáætlanir reyndust rangar. Fjöldi fólks hefur haft ómældar tekjur af því að starfa í fjölda stjórna sem tengjast Hörpu, fólk sem fjárfesti ekki í því. Þetta fólk stefnir Hörpu í gjaldþrot vegna þess að það gerði rangar rekstaráætlanir og kennir svo öðrum um.

Eflaust eru allir Íslendingar stoltir af Hörpu, það munu allar skoðanakannanir endurspegla. Væri hins vegar spurt að því hvort landsmenn væru samþykkir því að sérstakur nefskattur væri tekinn upp til að reka Hörpu er ég ekki vissu um að meirihlutinn myndi fagna. 

Nú greiðir hver fjárráða Íslendingur um 17.000 krónur á ári í skylduáskrift að Ríkisútvarpinu og raunar til viðbótar allir lögaðilar. Værum við tilbúin til að greiða 10.000 krónur á ári til að halda Hörpu á floti? Og það án þess að fá sæti á einni einustu sýningu?

Áreiðanlega myndu flestir leggjast gegn því. Fagnaðarhrópin munu breytast í fúkyrðaflaum, bölv og ragn.

Hvað er þá til bragðs að taka? Eftir hrunið misstum við af gullnu tækifæri til að hætta við bygginguna og hreinlega rífa hræið. Núna er ekki annað til bragðs að taka en að fara í spor ríkisstjórnarinnar sem hún á svo víða. Lokum öllum tónlistarsölum á suðvesturhorni landsins, öllum bíóhúsum, öllum matsölustöðum og öllum sýningarhúsum nema í Hörpu. Gerum þá kröfu til að allt fari fram þarog kannski þá, bara kannski, mun Harpa bera sig.

Eða leigjum hana bara út upp á hluta af hagnaði en ríkið situr svo uppi með stofnkostnaðinn um aldir alda, amen.


mbl.is Draumur fárra að martröð margra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband