Komið að afsögn forstjóra og ráðherra

Munum að kjaradeilu hjúkrunarfræðinga við Landspítalann má rekja til hins óskiljalega ráðbruggs forstjóra spítalans og ráðherra velferðaráðherra um hækkun á launum þess fyrrnefnda.

Nú er staðan einfaldlega sú að Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands og velferðarráðherra í norrænni velferðarstjórn, hefur hent tæpum hálfum milljarði króna til forstjóra Landspítalans. Þau orð fylgdu að annað hvort samþykktu hjúkrunarfræðingar nýjan kjarasamning og hann gilti til framtíðar eða aurinn væri eingreiðsla sem dreift yrði á einhvern gáfulegan hátt milli þeirra.

Sem sagt, fólki er stillt upp við vegg. Auðvitað hafna hjúkrunarfræðingar slíkum afarkosti. Hækkun launa verða til dæmis ekki nema brot af því sem Guðbjartur, velferðaráðherra, lofaði Birni Zoega, forstjóra spítalans, og ætlaði sá síðarnefndi ekki að fjölga tímum í vinnudeginum heldur skipta sér áfram á milli læknis- og stjórnunarstarfa. Óskiljanleg ráðstöfun ...

Nú er svo komið að spítalinn er eiginlega gjaldþrota og það í fleirum en einum skilningi. Ennfremur er ljóst að ráðherrann hefur ekki reynst vandanum vaxinn og þaðan af síður forstjórinn. Þeir hafa espað starfsfólk spítalans til reiði, fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp störfum. Utan við dyr forstjórans bíða aðrar starfsstéttir við spítalans og krefjast launahækkana, að minnsta kosti til jafns við hjúkrunarfræðinga.

Eldar loga í Landspítalanum. Því ætti varla að þurfa að krefjast þess að ráðherra velferðarmála og forstjóri spítalans segi af sér og hleypi öðrum og skynsamari mönnum að. 


mbl.is Margt þarf að gerast og hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Thetta er thvi midur harrett.

Mer skilst ad nafni minn hafi sagt ad honum hafi verid bodin forstjorastada o Svithjod. Thad hljomar mjog otruverdugt. Her gerast kaupin ekki thannig. Menn fa ekki bod um annad en i mesta lagi ad their eru bednir um ad saekja um slikar opinberar stodur.

Ad haekka laun forstjora um sem nemur einum laeknislaunum i theirri stodu sem rikir er bara vidvaningslegt.

Ef thetta hefdi gerst her tha hefdu baedi Bjorn og Gudbjartur verid latnir vikja vegna trunadarbrests vid starfsfolkid. Thad er ekki haegt ad hafa stjornendur sem njota ekki trausts.

Auk thess truir folk manni ekki thegar eg segi thvi ad forstjorinn a staersta spitala landsins vinni laeknisverk i hverri viku! Thad hvair og spyr hver vinni tha forstjoraverkefnin.

Björn Geir Leifsson, 6.2.2013 kl. 07:52

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Út á þetta gengur allt heila málið, dómgreindarbrest ráðherrans og forstjórans.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.2.2013 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband