Átakastjórnmál Jóhönnu Sigurðardóttur
1.2.2013 | 16:07
Heimilisvandamál Samfylkingarinnar hverfa ekki við það eitt að Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, noti Sjálfstæðisflokkinn sem blóraböggul. Þau hverfa ekki heldur þó hún skrökvi til um árangur ríkisstjórnarinnar.
Óvinsældir hennar eru afleiðing af markvissu starfi ríkisstjórnar Samfylgingar og Vinstri grænna við að gera ranga hluti á röngum tíma. Ég hef áður sagt það að ég er langt frá því að verai sáttur við ástandið í þjóðfélaginu, mér eins og mörgum er eiginlega ofboðið. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefuer ekkert gert sem skiptir máli.
- Atvinnuleysi er 10%, þúsundir komast ekki á atvinnuleysisskrá og fólk flýr land.
- Skuldastaða heimilanna: Eignarhluti fólks í íbúðum tapaðist, en skuldirnar björguðust einhverra hluta vegna (!) og þær eru rukkaðar af fullu afli.
- Fátækt: Kannanir benda til þess að um 16 þúsund manns eigi stundum eða oft ekki fyrir nægum mat.
- Verðtrygging lána: Við verðum að vinna að afnámi verðtryggingarinnar
Fyrir nokkrum árum boðaði Samfylkingin eitthvað sem hér samræðustjórnmál og kaffærði stjórnmálin í innihaldslausu tali. Nú hefur hún stundað með Vinstri grænum átakastjórnmál. Það er í raun ástæðan fyrir arfalélegri útkomu þessara flokk í skoðanakönnunum. Í ríkisstjórninn hefur Jóhanna Sigurðardóttir tileinkað sér þann stíl að ráðast á alla, almenning jafnt sem fyrirtækin í landinu. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Samningaleiðin var ábyrga leiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Óskar, 1.2.2013 kl. 16:29
Óskar,
1. Þeir sem eru búnir með rétt til atvinnuleysisbóta eru ekki taldir svo að 10% er rétt tala.
2. Hverju það er að kenna að það var bánkahrun, en sennilega má kenna það SF því þeir Í SF fóru með bánkamál. Þar fyrir utan þá hefði verið hægt að leiðrétta tap á húseignaverðmætum með því að taka af verðtrygginguna.
3. Það er vitað mál að fátækt hefur aukist Íslandi, hvort sem einhver fátækt hafi verið til staðar í góðærinu hans Davíðs.
4. Það þarf engan erlendan gjaldmiðil til að afnema verðtrygginguna heldur vilja stjórnvalda.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 1.2.2013 kl. 22:14
Það er nú þannig Sigurður að því miður þá erum við ekki nógu vel gefnir til að skilja að á meðal vor er hagspekingur allra tíma Jóhanna Sigurðardóttir, og hún kennir að sannleikurinn er plat og að rangt sé betra en rétt, samanber Icesave sem var hættulegt segir þessi spekingur allra tíma.
Líklega var það hættulegt eins og Dracula og þess vegna áttum við að samþykkja það óskoðað til þess að við yrðum ekki blóðlaus.
Enda þarf að spara vænt blóð, þar sem suður Evrópu er að blæða út og þar rétt norðar er vinkona hennar og sálufélagi og líkast til afkasta mesta vampíran á okkar tíma uppvöknuð, eða hvar skyldi blóð Grikkja vera núna?
Hrólfur Þ Hraundal, 2.2.2013 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.