Silkihanskar Kastljóss á Wikileaks
30.1.2013 | 21:07
Ég hef ákveðna samúð með málstað Wikileaks en hins vegar finnst mér Kastljósviðtalið við Kristinn Hrafnsson í kvöld dálítið einhliða. Allt viðtalið gekk út á samúðina með málstað Kristins ekki var nein tilraun gerð til að kryfja málið og koma með áleitnar spurningar.f
Staðreyndin er einfaldlega sú að Wikileaks fékk á einhvern hátt gríðarlegan fjöld trúnaðarskjala frá bandarískum stjórnvöldum. Hvernig skyldi þá standa á því að Bandaríkjamenn vilja halda leynd á þessum skjölum og telja að birting þeirra geti valdið fólki og ríki skaða? Það getur ekki verið að birting ríkisleyndarmála, hvað svo sem það er, geti alltaf verið af hinu góða. Í ljósi þess má skilja hvers vegna Bandaríkjamenn leggi svo mikla áherslu á að rannsaka lekann og helst að draga þá fyrir dóm sem ábyrgði bera á honum og helst alla þá sem málið snertir.
Hér er ég fyrst og fremst að benda á þá staðreynd að öll mál hafa að minnsta kosti tvær hliðar og í Kastljósinu kom aðeins fram afstaða Wikileaks.
Oft er það þannig að stjórnendur Kastljós taka viðmælendur sína föstum tökum og krefjast svara, grilla þá eins og svo oft er sagt. Af hverju voru silkihanskarnir brúkaðir á Kristinn Hrafsson?
Stöðvaði samstarf við FBI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Athafnasemi útsendara ríkisstjórnar (sem alríkisfulltrúar eru svo sannarlega) í erlendu ríki án þess að fylgt sé diplómatískum prótokoll, er einfaldlega brot á vínarsáttmálanum um stjórnmálasamskipti þjóðríkja.
Hefði Ögmundur ekki gert það rétta, að vísa þeim af landi brott, þá hefði hann líklega gerst brotlegur við landráðakafla íslenskra hegningarlaga. Það hefði þó varla leitt til neins þar sem hann fer sjálfur með saksóknarvaldið samkvæmt þeim kafla, og sýnir sig hér að það er ákveðinn galli á þeirri löggjöf.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2013 kl. 04:00
Þú spyrð hvers vegna silkihanskarnir voru brúkaðir á Kristinn, og svarið liggur í augum uppi, íslenskt fjölmiðlafólk er lítill hópur sem er ekki mikið í að gagnrýna eða skoða hvað annað. Aftur á móti er þessi hópur mjög duglegur við að klappa á bakið á sjálfum sér. Eins góður hópur og Wikileaks er þá verður maður að spyrja sig hvers vegna þeir sleppa að leka upplýsingum um sumar þjóðir en ekki aðrar. Er það vegna pólitískrar afstöðu eða er það vegna þess að samtökunum er borgað fyrir að þegja yfir sumu? Eru samtökin kannski einfaldlega fjárkúgarar? Spyr sá sem ekki veit. En ég veit aftur á móti að það er ekki sama um hverja upplýsingarnar eru hvort þeim er lekið eða ekki.
Einar Þór Strand, 31.1.2013 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.