Léleg fréttaskrif Landsbjargar

DSCN5223

Stafsetning getur skipt máli til að frétt skiljist. Í frétt mbl.is um mann sem slasaðist segir:

Sérhæft fjallabjörgunarfólk björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu er nú á leið á Esju að sækja slasaðan mann. Um er að ræða göngumann sem féll í klettunum fyrir ofan stein.

Þetta er nú ekki vel skrifað. Betur hefði farið á því að segja: Fjallabjörgunarfólk er er nú á leið á Esju að sækja slasaðan göngumann sem féll í klettunum ...

Sá steinn sem frá er sagt er stóreflis grjót við gönguleiðina upp á Þverfellshorn. Á það hefur verið fest stálskilti og í það skorið orðið STEINN eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Síðan hefur þetta orðið að örnefni og göngufólk talar um að ganga upp að Steini. Æ færri halda áfram upp. Það gerði hins vegar göngumaðurinn.

Frá Steini er brött brekka upp að hömrunum og líkast til hefur manninum skrikað þar fótur, hann fallið, runnið langa leið og slasat. 

Þar til fyrir skömmu hef ég hneykslast  og oft skrfiað um fréttir fjölmiðla um slys og óhöpp þar sem þurft hefur aðstoð björgunarsveita. Ég veit það núna að sökin er ekki alfarið þeirra. Þeir taka fréttir orðrétt frá vef Landsbjargar og þar er grunnurinn fyrir rassbögur og rugl sem endurspeglast til dæmis í frétt mbl.is.

Landfræðiþekking þeirra sem skrifa fréttir á vef Landsbjargar er oftast lítil. Til dæmis er Esjan afar stór og í frétt er það til bóta að þrengja svæðið og nefna Þverfellshorn til sögunnar.

Ég ætla að taka hér djúpt í árinni og fullyrða að Landsbjörg þurfi að lagfæra stórlega fréttaflutning sinn á netinu. Hann er samtökunum síst af öllu til bóta, hvorki efni né málfar.

Sama á við fjölmiðla. það er ekki forsvaranlegt að þeir gleypi athugasemdalaust við innantómum fréttum, hvorki frá Landsbjörg né öðrum. 


mbl.is Féll í klettum á Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband