Málsvörum stjórnarmeirihluta fjölgað
30.1.2013 | 13:19

Mörgum hefur þótt það frekar aðlaðandi að greina betur á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Þess vegna kom upp sú hugmynd fyrir löngu síðan að ráðherrar mættu ekki vera þingmenn.
Það er út af fyrir sig alveg gott og blessað. Hitt er arfaslæmt að þrátt fyrir þessa breytingu myndu ráðherrar eiga sæti á Alþingi með öllum réttindum nema atkvæðisrétti.
Nú sitja sextíu og þrír þingmenn á Alþingi og ráðherrar eru átta. Látum vera að óljóst er á þessu augnabliki hversu marga stuðningsmenn ríkisstjórnin hefur, gerum ráð fyrir að þeir séu þrjátíu og þrír.
Væri ofangreint ákvæði í gildi væri fjörtíu og einn maður fyrir meirihlutann en aðeins þrjátíu fyrir minnilhlutann.
Allir sjá hversu mikið myndi hallast á stjórnarandstöðuna og hún eiginlega kaffærð af meirihlutanum. Er það þetta sem átt er við með skýrari greiningu á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds? Og varla telst þetta lýðræðisleg lausn.
Einhverjir kunna að benda á að lækna mætti þetta vandamál með því að taka málfrelsið af ráðherrum eða að ráðherrar mættu ekki sitja á þingi. Hvort tveggja held ég að sé síst af öllu til bóta. Framkvæmdavaldið þarf að standa fyrir svörum á þinginu, mæla fyrir þeim málum sem það leggur fram og svo framvegis.
Þegar öllu er á botninn hvolft er líklega betra að hreyfa ekkert við þessu ákvæði eins og það er í stjórnarskrá lýðveldisins.
![]() |
Styrkir ekki stjórnarandstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.