Hlýtt, gott og notadrjúgt viđ kjötkatla Hörpu

Venjan er sú ađ ţeir opinberir starfsmenn sem taka ađ sér aukastörf, t.d. ţau ađ sitja í stjórnum og nefndum, missa einskis í fastalaunum en fá ţess í stađ drjúgan skilding fyrir aukastörfin í Hörpu og tengdum félögum. Ţannig hafa silkihúfur Reykjavíkurborgar veriđ gert kleyft ađ maka krókinn vegna starfsemi sem ađ stórum hluta er fjármögnuđ af almannafé, skattfé almennings. Föst laun plús aukastörf gera enn hćrri laun.

Enginn má vera á móti menningu og enginn ţorir ađ vera á móti menningu. Ţess vegna sameinast allir í ţví ađ ţagga niđur misnotkun á almannafé. Byggđ hefur veriđ monthöll sem engan veginn hefur stađiđ undir sér né mun nokkurn tímann geta ţađ. Ţćr silkihúfur sem ţar hafa vélađ um reksturinn hafa auk ţess misreiknađ stöđu mála og krefjast ţess nú ađ fasteignagjöldum verđi breytt eđa ţá ađ reksturinn fái til viđbóta sem styrk ţví sem munar á áđur útreiknuđum fasteignagjöldum í rekstaráćtlunum og ţeim fasteignagjöldum sem lögđ hafa veriđ á.

Enginn gerir kröfu til ţess ađ silkihúfurnar lćkki í launum í stađinn. Enginn gerir nokkrar athugasemdir viđ ţverrandi eigiđ fé Hörpu enda hafa ţessar húfur aldrei lagt fé úr eigin sjóđum í starfsemina og munu aldrei gera. Slakari rekstur tónleikahússins hefur ţví eingöngu áhrif á ríkissjóđ og borgarsjóđ, ekki á Pétur J. Eiríksson, Ţórunni Sigurđardóttur eđa félaga ţeirra í silkihúfufélaginu.

Ţađ er enginn vandi ađ sitja í stjórnum félaga sem ríki og Reykjavíkurborg eiga. Ţví fylgir ađeins óljós ábyrgđ en ómćldir peningar sem enginn hefur yfirumsjón međ nema silkihúfurnar.

Eflaust eru ţau Pétur, Ţórunn og allir hinir skarpgáfađir og kunnáttufólk í menningu, markađsmálum og peningum. Ţađ breytir ţví ţó ekki ađ ţau hafa klúđrađ málum í Hörpu, gert villu í rekstraráćtlunum og rakađ til sín peningum.

Er ekki komin tími til ađ nýtt fólk fái ađ komast ađ kjötkötlunum og reyna sig viđ rekstararáćtlanir í ţessari monthöll sem allir elska? 


mbl.is Segir Hörpu kosta 17,5 milljarđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband