Gömul og gamaldags stofnun

Alþingi þarf að líta í eigin barm sem stofnun. Hún hefur ekkert andlit, aðeins skiptimiði sem er forseti Alþingis á hverjum tíma. Vefur þessa gömlu og virðulegu stofnunar er gamaldags og fráhrindandi fyrir flesta. Upplýsingagjöf frá þinginu er ónóg og það reiðir sig á þingmenn í því efni sem reynst hafa mjög óáreiðanlegir margir hverjir.

Taka þarf upp þau vinnubrögð á þingi sem hæfa. Hér er um löggjafarvald að ræða en ekki afgreiðslustofnun framkvæmdavaldsins. Margir líta þó svo á og er eiginlega bæði hlægilegt og grátlegt í senn að sjá þær breytingar sem verða á þingmönnum er þeir verða skyndilega í meirihluta. Þá breytist viðhorfið og þeir verða ósveigjanlegir meirihlutamenn sem áður boðuðu samstarf og höfðu þung orð um mikilvægi lýðræðisins.

Hins vegar má ekki gleyma því að þrátt fyrir háan aldur á Alþingi að vera lifandi stofnun, síkvik og fræðandi án þess að láta af virðingu sinni. Því miður hafa síðustu fjögur ár frá hruni einkennst af ruddaskap og leiðindum á Alþingis, ásökunum á báða bóga. Þetta hefur leitt til að djúpstæður misskilningur almennings um þingið og stjórnmálamenn hefur orðið að fullvissu.


mbl.is „Dapurleg niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband