Allt í kleinu hjá þingflokki VG

Hélt einhver að Samfylkingin væri bara elskuleg stjórnmálasamtök með bjartri framtíð og Vinstri græni væru hin ljúfa dögun íslenskra stjórnmála?

„Jón Bjarnason, þú skilur ekkert? Þú gengur ekki gegn mér og flokknum mínum, Nonni minn. Þú sveiflar ekki hendi gegn sögulega merkri ríkisstjórn án þess það hafi að minnsta kosti einhverjar afleiðingar. Burtu með þig Jón, farðu til andskotans eða í það minnsta heim til Blönduóss, helst heim að Hólum. Við höfum ekkert að gera með mann eins og þig. Og nú fáum við okkur kaffi.“

Þetta mun Steingrímur hafa sagt á fundi þingflokks Vinstri grænna í morgun og honum var mikið niðri fyrir sér.

Árni Þór Sigurðsson, formaður þingflokksins, bauð Jóni að svara fyrir sig.

„Nei, sko,“ sagði Jón. „Bara kleinur með kaffinu.“ Svo var gert hlé og sumir fengu sér te.

„Ætlum við inn í ESB eða ekki,“ hvíslaði Björn Valur, fráfarandi þingmaður, að foringja sínum, með munninn fullan af kleinum.

Sko, ofangreind lygasaga á að vera kaldhæðnisleg og segja jafnmikið um þingflokk VG og Nonna.


mbl.is Jón úr utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Suzanne Kay Sigurðsson

Well, at least they had their kleinur and coffee.

Suzanne Kay Sigurðsson, 14.1.2013 kl. 16:57

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta var hugmyndarík klausa hjá þér Sigurður sögumaður.

Kannski er þessi klausa rétt hjá þér, en bara kannski. Ekki eru öll kurl komin til grafar, af gömlu spillingunni.

Mundu að lögin og réttarkerfið á Íslandi ver glæpaklíkurnar sem stjórna heljar-spillingunni! 

Hvaða hugmyndir hefur þú til dæmis um eigendur Sjálfstæðisflokksins? Þú verður að vera sanngjarn, og gagnrýna sjálfan þig og þína eigendur, til jafns við aðra. Annars er ekkert að marka þig, og þinn flokk!

Það sama gildir um alla framboðsnýliða í öllum hinum flokkum!

Sá sem ætlar að afla sér fylgi, með því að gagnrýna einungis hina klíkuna, en ekki sína eigin, er ómarktækur í sinni gagnrýni.

Láttu Sjálfstæðisflokkinn þinn lýsa vantrausti á þessa ríkisstjórn, ef þú ert ekki ánægður með hana!

Ef ekki verður farið eftir þeirri eðlilegu kröfu þinni, þá ættir þú að segja Sjálfstæðisflokknum upp strax!!! Annars ert þú meðsekur og meðvirkur í vitfirringunni!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.1.2013 kl. 20:04

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Dálítið erfitt að fara að áskoruninni vegna þess að ég er ekki sammála forsendunum, Anna Sigríður.

Ég er ekki á þeirri skoðun að VG eða aðrir flokkar séu undir stjórn einhverra klíka. Munurinn á stjórnunaraðferðum innan hvers flokk og agavandamálum eru kannski ekki svo ýkja mikill. Margir sá tækifæri í því að því að gagnrýna einn flokk fyrir innaflokkserjur og lenda svo stuttu síðar í nákvæmlega sama vanda í sínum.

VG eru klofnir í herðar niður eftir aðeins um tíu ára starf. Þetta gerist í öllum flokkum fyrr eða síðar, yfirleitt vegna persónulegs ágreinings en í VG er þetta fyrst hugmyndafræðilegur ágreiningur og síðan persónulegur ágreiningur.

Annars er ég á þeirri skoðun að flestir stjórnmálamenn vilji þjóð sinni vel. Ég vil þó aðeins tryggja að á þeirri vegferð séu engir í leiðinni að skara eld að sinni eigin köku.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.1.2013 kl. 20:44

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Ég virði það auðvitað að þú sést ekki sammála mér, enda á fólk ekki skilyrðislaust að vera sammála hverju/hverjum sem er.

En heldur þú að ég hafi alrangt fyrir mér, í sambandi við spillinguna í kringum flokks-foringjana? Mér þætti fróðlegt að vita það.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.1.2013 kl. 21:48

5 Smámynd: Suzanne Kay Sigurðsson

I agree with Sigurður. There seems to be dissent amongst all parties. He has an objective perspective about Sjálfstæðisflokkinn. It seems to be much more chaotic with VG. Allt í kleinu

Suzanne Kay Sigurðsson, 14.1.2013 kl. 22:20

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Anna Sigríður, ég trúi á að fólk í stjórnmálum vilji vel. Hef enga trú á að spilling þrífist í forystu stjórnmálaflokkanna. Hins vegar er mönnum oft mislagðar hendur og gera mistök. Persónulega hef ég ekki orðið var við spillingu þó svo að ég viti að grunsemdir eru með einstaka menn. Svo ég sé algjörlega ærlegur við þig, þá myndi það gjörsamlega fara með trú mína á þjóðfélaginu ef spilling væri ríkjandi í stofnunum stjórnskipun, lögreglu og dómstólum og hægt væri að komast upp með það.

Bestu þakkir fyrir innlitið, Suzanne. Það er vissulega vantraust innan og á milli flokka þó vandinn sé fyrst og fremst í stjórnarflokkunum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.1.2013 kl. 23:27

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Suzanne. More chaotic With VG?

Það sleppur enginn svona auðveldlega við að rökstyðja sitt mál Suzanne! Ekki einu sinni sjálfur Sigurður og Sjálfstæðisflokkurinn!

Það vill svo til að ég skil nóg í ensku, til að þessi fátæklega athugasemd þaggar ekki niður í mér. Það þarf meira til, til að heyja réttláta kosningabaráttu á Íslandi árið 2013, en að þagga niður í þeim sem ekki kunna lögfræðina á Breta-málinu, 100%.

Sigurður síðuhöfundur er kominn í frekar mikla íslensku-fátækt hér, við að rökstyðja málstað Sjálfstæðisflokksins síns, English-verndaða!

Það þarf meira til en svona Barba-brellur í þetta skiptið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.1.2013 kl. 23:40

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Takk fyrir þetta svar. Og takk fyrir að þú lætur ekki enskumælandi Suzanne sjá alfarið um að svara fyrir þig, í kosningabaráttunni.

Það er því miður staðreynd, að spilling er ríkjandi í öllum opinberum stofnunum kerfisins, þannig að þú getur þá bara strax afskrifað íslenskt stjórnkerfi.

Fyrir hvaða stjórnkerfi ert þú þá að bjóða þig fram fyrir? Ert þú að bjóða þig fram fyrir ESB?

Ég virði þína hreinskilni. Þér mun einungis ganga vel að vinna fyrir almenning á Íslandi, ef þú svarar alltaf af sömu hreinskilninni og hér. Flokkurinn þinn er ekki alþýðufólkið. Þú getur gert góða hluti, ef þú vinnur  fyrir alþýðuna og heildina, en ekki einungis fyrir gamla S-flokkinn.

Þetta er mín skoðun, en skiljanlega ert þú varla sammála henni.

Hver er sinnar gæfu smiður, og sinnar þjóðar gæfusmiður.

Mér finnst eiginlega dálítið merkilegt að þú sést í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn Sigurður, vegna þess að þú hefur (að mínu mati), ekki sömu lífsýns-áherslur og sá flokkur?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.1.2013 kl. 00:01

9 Smámynd: Suzanne Kay Sigurðsson

Anna,

Ég styð Sigurð á íslensku líka. Ég er alveg sammala honum og það er nog að horfa á fréttirnar til að sjá að VG er óskipulegur flokkur og það er vægt til orða tekið.

Suzanne Kay Sigurðsson, 15.1.2013 kl. 06:26

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Lítilsháttar misskilningur, Anna Sigríður. Ég er EKKI í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Eftirspurn eftir starfskröftum mín reyndist ekki næg þegar á hólminn var komið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.1.2013 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband