Arion og hið fyrirsjáanlega
14.1.2013 | 13:38
Ef til vill er það auðveldast að segja til um það fyrirsjáanlegasta. Næst best er áreiðanlega að segja til um það sem hefur gerst. Þetta tvennt hefur mörgum reynst tryggast til að ná athygli fjölmiðla. Þannig verða til um hver áramót margvíslegir spámiðlar sem eiga sér allflestir það sameiginlegt að vilja ekki greina frá nafni sínu.
Arion banki kemst í fjölmiðla fyrir meintan áhuga sinn á kvikmyndum. Morgunblaðið hefði allt eins getað spurt mig um Óskarinn væntanlega. Ég hefði fullyrt að aldrei í lífinu myndi hinn bandaríski hópur sem veitir þessi verðlaun og gengur undir því fagra heiti akademía, kjósa einhverja aðra mynd sem hina bestu en þá um Abraham Lincoln. Annað myndi teljast guðlasti næst og þrátt fyrir allar, byssur, blóð og klám, er guð enn mesta hetja flestra Bandaríkjamanna. Kvikmyndin um Lincoln verður því í öllum aðalsætum á Óskari og næsta vís, eins og fréttamaðurinn sagði, að hún fái verðlaun sem besta mynd, besta kall og kellingu, besta sópara, bestu gluggatjöld og besta vatnið.
Ég ráðlegg þar af leiðandi þeim hjá Arion banka að einbeita sér að íslenskum efnahagsmálum. Þau eru hvorki fyrirsjáanleg né auðveld þrátt fyrir að landið sé aðeins örríki. Í þokkabót veitir ekki af því að halda stjórnvöldum við efnið rétt eins og bankinn hefur reynt að gera frá stofnun. Og aldrei hitt naglann á ... efstu hæðina.
Arion banki spáir Lincoln sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.