Náttúrusvæði ... og stofan heima
14.1.2013 | 13:16
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði að aldrei hefði verið hægt að ná sátt um virkjunar- og verndarkosti því sumir þingmenn gætu ekki hugsað sér að vernda náttúrusvæði. Í framhaldinu yrði nú virkjað af meiri varúð en áður.
Hvað skyldi nú taljast vera náttúrusvæði? Er þetta eitthvert hugtak sem fengur er í eða er þetta bara tal eins og margt annað sem hrekkur af ræðumönnum í hita leiksins?
Ég hef aldrei heyrt um náttúrusvæði og tel orðið, eigi það yfirleitt þegnrétt í tungunni, þýðir það líklega það sama og það sem almennt er nefnt náttúra landsins.
Eðlilega eru nokkur svæði talin merkilegri en önnur. Víst má telja að Aldeyjarfoss þykir um margt fegurr en Tröllafoss í Mosfellssveit. Þjórsárver eru líklega merkilegri en Kolviðarhóll. Þessi tvö dæmi þýða þó engan veginn að Tröllafoss sé einhver ómerkileg miga eða að spora megi út á Kolviðarhóli eins og þar sé landið í öðrum eða þriðja flokki samkvæmt fallþunga.
Vandamálið er í því fólgið að landið er metið fyrir mannvirkjagerð og þar af leiðandi kunna margir að halda að sum svæði séu öðru síðri. Þetta er auðvitað mikill misskilningur vegna þess að allt landið er eiginlega ekkert annað en náttúrusvæði að meira eða minna leiti eins og kallinn orðaði það. Og þó sum svæði fái verndarstimpilinn er afskaplega mikils virði að ganga vel um þau sem ekki fá hann, ekki síður þegar um mannvirkjagerð er að ræða.
Lítum bara á Kolviðarhól og Hellisheiði. Þar hefur verið byggð gufuaflsvirkjun og borað víða í nágrenninu. Þó er engu líkar er þanra hafi hryðjuverkalið ruðst um og raskað öllu sem hægt var og landið þarna er einfaldlega orðið ljótt, byggingar andstyggilega úr öllu samræmi við umhverfið og hingað og þangað hafa verið lagðir vegir og rör. Svona myndi enginn ganga um stofuna heima hjá sér og hvaða eru svona náttúrusvæði annað er stofan heima?
Rammaáætlun samþykkt á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.