Hvað verður amx.is lengi í jólafríi?
10.1.2013 | 13:28
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi nokkra Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Hæst bar þar að Vilmundur V. Vídalín, viðskiptafræðingur, var sæmdur stórriddarakrossi fyrir störf í eigin þágu.Í rökstuðningi orðunefndar kemur m.a. fram að Vilmundur hafi um langt árabil skarað ötullega eld að eigin köku og unnið sleitulaust að söfnun eigna, oft við afar erfiðar aðstæður á mörkuðum.
Mér finnst baggalútur.is oft skemmtilegur vefur en ofangreint er ættað af honum. Þarna er fast skotið í ádeilu á krossaða landsmenn, svo fast að margir krossfestir kunna að kveinka sér undan.
Annar húmorískur ádeiluvefur finnst mér góður en það er amx.is Því miður er hann oftar en ekki í fríi og það er leitt. Vefurinn fór í jólafrí 21. desember og hefur ekki mætt síðan í vinnuna. Vonandi er hann ekki jafnlengi frá og Alþingi.
Fyrir mánuði stóð eftirfarandi á amx.is í sambandi við þingsályktunartillögu Ólínu Þorvarðardóttur, alþingismanns og meints varaformannsefnis, um heildrænar lækningar og eftir lesturinn hló ég hrossahlátri.
Varla ætlar Ólína að treysta vísindunum fyrir því að sprengja ekki 75 lítrana af eldsneyti í loft upp sem eru um borð í bíl hennar? Eða að treysta því að einhver af þessum þúsundum bruna í vélinni muni ekki sprengja bílinn í loft upp? Er ekki óþarfi að treysta á vísindin og taka bara kústinn heim?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.