Fimm mikilvægar spurningar til utanríkisráðherra

Þegar samningur liggur fyrir, þá munu þessar staðreyndir birtast öllum almenningi. Við það eru andstæðingar aðildar hræddir. Þeir óttast að samningurinn muni verða miklu betri en þeir hafa haldið fram, og afhjúpa þessar blekkingar. Þess vegna vilja þeir stöðva viðræður áður en samningurinn verður til.

Þetta segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, í gein í dv.is um viðræður Íslands við Evrópusambandið um aðildina.

Ekki veit ég hvaða samning er um að ræða enda kemur það hvergi fram að verið sé að semja um eitt eða neitt við ESB. Eingöngu er verið að aðlaga stjórnkerfi, lög og reglur hér á landi  að því sem gildir í ESB og þar er krafist.

Þetta eru aðlögunarviðræður ekki samningaviðræður.

Ástæða er til að gera aðrar athugasemdir við grein Össurar. Það dugar einfaldlega ekki að virðulegur embættismaður riti grein eins og þessa án þess að taka á einu eða neinu. Hvergi er hægt að taka á neinu sem ráðherrann segir. Allt er þetta loðið og óstaðfest rétt eins og þegar foreldrar segja barninu sínu frá gjöfum jólasveinsins.

Ef ég á að trúa Össuri Skarphéðinssyni verð ég að fá einhverja ræðu sem kjöt er á. Til dæmis væri gott að fá svör við eftirfarandi spurningum:

 

  1. Hvaða samninga er verið að gera við ESB og hvernig er að þeim staðið? Er til dæmis samið um hvern kafla fyrir sig? Þá hljóta að vera að minnsta kosti ellefu samningar klárir ...
  2. Hvers hefur samninganefnd Íslands krafist og hvað hefur verið samþykkt?
  3. Hvaða skilningur ESB á sérstöðu Íslands í landbúnaði, sjávarútvegi og byggðavanda hefur komið fram sem skilar sér í „samningi“?
  4. Hvaða gildi hefur meintur samningur við ESB gagnvart Lissabonsáttmálanum? Er hann viðbót við hann eða undanþága frá honum?
  5. Verði meintur samningur felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu hér mun það þá sjálfkrafa þýða „vaxandi einangrun í viðjum gjaldeyrishafta“ og verður þjóðin bráð fyrir „valdaklíur og sérhagsmunahópa“?
Fróðlegt verður að sjá svör Össurar, kjósi hann á annað borð að tjá beinskeyttar og ákveðnar en hann gerir í ofangreindri DV grein. Geri hann það ekki heldur umræðan af hálfu aðildarsinna að verða áfram eins og þegar börnum er innrætt trú á jólasveininn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband