Þegja eða tala - í því felst vafinn
10.1.2013 | 11:06
Mikið er skorað á konur að gefa kost á sér til varaformanns Samfylkingarinnar. Af því tilefni segir Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu:
Svo óheppilega vill til fyrir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, þingmann Samfylkingar, að of oft þegar hún opnar munninn veikir hún stöðu sína. Í samræmi við þetta væri líklega skynsamlegast fyrir Sigríði Ingibjörgu að gefa lítt dulda formannsdrauma sína upp á bátinn því fyrir löngu er orðið ljóst að hún býr ekki yfir nægilegri stjórnvisku til að ráða við embættið. Formaður stjórnmálaflokks verður að vita hvenær heppilegast er að þegja. Hver manneskja er vitanlega frjáls að hugsunum sínum en það er ekki alltaf viturlegt að opinbera þær.
Kolbrún rekur nokkur dæmi um óheppilegar yfirlýsingar Sigríðar Ingu og lesandinn verður þess fljótlega var að þingmaðurinn hefur verið frekar óheppinn að undanförnu þegar hún hefur gripið til þess úrræðis að tala.
Það breytir því þó ekki að ég er á þeirri skoðun að Sigríður Inga hefði átt að bjóða sig fram til formanns. Til vara á hún auðvitað að bjóða sig fram til varaformanns. Til þrautavara ætti bjóða sig fram sem formaður þingflokksins. Bregðist nú allt vona ég þó að hún haldi áfram á þingi og tjái sig sem mest.
Ég dáist af þeim þingmönnum sem fara að dæmi Sigríðar Ingu og draga ekki af sér í hinni pólitísku umræðu. Oft er þörf en ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.