Með haglabyssu má hafa alla undir í rökræðu ...
7.1.2013 | 10:48
Málefnaleg rökræða á oft undir högg að sækja. Það sést best á skoðanaskiptum í athugasemdum vefmiðla. Í leiðara Morgunblaðsins í morgun er sneitt að þessu í sambandi við nýársávarp forseta Íslands og bókun hans á síðasta ríkisráðsfundi ársins. Í leiðaranum segir höfundurinn:
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og helsti talsmaður formanns flokksins, bregst við gagnrýni forseta með því að kalla hann forsetabjána og telur sig sjálfsagt með því hafa haft hann undir í rökræðunni.
Í gamla daga og jafnvel enn þótti það mikil list að geta tvinnað saman ólíklegustu blótsyrði og formælingar og var jafnvel haft um annað fólk. Slíkt hvarf þó yfirleitt út í bláinn og gleymdist. Nú hins vegar geymist þetta allt saman og þeir sem eru lakar að sér halda að rökræða byggist á á finna upp á uppnefnum og formælingum sem toppi náungann.
Þetta er svona svipað eins og að rökræða við mann með haglabyssu. Um leið og hann hefur hleypt af og viðmælandinn liggur í valnum er samræðunum lokið en sá sem byssuna heldur að hann hafi haft betur. Vissulega má færa rök fyrir því að það sé rétt ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.