Undirbúningslaus lífsganga Haraldar pílagríms
6.1.2013 | 20:43
Ég flýti mér ekki um of og ég tef ekki að óþörfu. Ef ég held áfram að setja annan fótinn fram fyrir hinn hlýt ég að komast þangað á endanum. Mér er farið að finnast við við sitjum miklu meira en við höfum gott of. Harold broti. Til hvers ættu annars fæturnir svo sem eða vera.
Þetta segir söguhetjan í bókinni: Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Frey. Hana lauk ég við að lesa um daginn og hafði bara nokkurt gaman af. Þetta er lítil, falleg bók, boðskapurinn sannur og að auki er hún ekki eins fyrirsjáanleg og lesandinn kann að halda í upphafi lestursins.
Harold þessi Frey er eiginlega hundleiðinlegur maður, kannski boring ekki sá sem maður myndi leita félagskaps í. Hann býr með konu sinni í bæ syðst á Englandi og líf þeirra er í sömu skorðum og það var í upphafi. Þau eiga eitt barn, soninn Dave, sem maður kynnist smám saman eftir því sem á bókina líður.
Svo gerist það fyrir einhverja bölvaða tilviljun að Harold gamli Frey fréttir af því að gamall vinnufélagi hans hefur fengið krabbamein og liggur fyrir dauðanum norður við mörk Englands og Skotlands. Og er hann fær bréfið frá henni Queenie Hennessy, skrifar hann henni til baka og fer með bréfið í næsta póstkassa. Á leiðinni fær hann þá hugdettu að ganga til hennar og það gerir hann eins og hann er klæddur.
Klæðnaðurinn, æfingaleysið og þekkingarleysið var Frey afar dýrt. Skórnir étast upp, hann fær blöðrur á fæturna og ýmislega aðra kvilla. Allt lagast þó, hann grennist, styrkist og fyrr en varir er hann orðið nær óþekkjanlegur. Og heim bíður Maureen milli vonar og ótta, veit ekki hvað skal halda, hvort hún elski hann eða hati.
Sagan er snotur og smám saman fer lesandanum að þykja vænt um Harold Frey og fyllist um leið forvitni á að vita meira um konu hans, hana Maureen og soninn Dave. Og sagan af þeim blandast þægilega inn í lýsingar á ferðalaginu, þá sem hann hitir og reynast honum yfirleitt vel.
Á tímabili líkist sagan kafla úr myndinni um Forrest Gump þegar hann tekur á rás og hleypur um öll Bandaríkin. Að honum safnast að lið sem hleypur með rétt eins og hann sé spámaðurinn. Sama gerist með Harold Fry. Blaðamaður nokkur fréttir af honum og smám saman spyrst út fréttin um manninn sem nefndur er pílagrímur, allir fjölmiðlar eru með hana og segja frá því að tilgangurinn sé að lækna Queenie Hennessy.
Fyrr en varir er fjöldi fólks farinn að ganga með honum, Frey til töluverðrar armæðu, því allur þessi fjöldi dregur úr gönguhraðanum og fjölmörg vandræði hljótast af. Þá gerist þessi stórkostlegi kafli er hópurinn og Frey skiljast að. Honum er kennt um, hann er ekki sá sem hann var -, segir sjálfskipaði forsprakki klofningshópsins. Kaflinn er svo beiskur og sannur. Þarna er komið fólk í kringum manninn sem telur sig vita betur en hann sjálfur hvers vegna hann er á 1200 kílómetra göngu. Grátbroslegt ... Virkar eins og ádeila á kirkjuna, stjórnmálaflokk eða eitthvað álíka.
Endir bókarinnar kemur manni á óvart. Hann er sanngjarn og fallegur. Og Harold Frey reynist þrátt fyrir allt ekki eins hundleiðinglegur eins og maður hélt í byrjun. En sú hugsun læðist að manni að hann hefði átt að fara í gönguna miklu fyrr, hún hefði bjargað öllu í lífi hans. En betra er seint en aldrei.
Ég mæli eindregið með þessari bók sem Bjartur gefur út. Hún er vel skrifuð, þýðingin sem er eftir Ingunni Snædal er á köflum ágæt. Eitthvað gat ég sett út á en skrifaði það ekki hjá mér.
Nú er ég að byrja að lesa bókina undirstaðan eftir Ayn Rand. Ég er með Reykjavíkurnætur Arnalds á borðinu og Dr. Valtý (Guðmundsson) á náttborðinu. Þessar þrjár eiga nú að að duga mér út mánuðinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.