Samkvæmt alsamræmdri steingrímskri orðabók ...
3.1.2013 | 10:23
Ef staða málsins er metin og sá skammi tími sem er til stefnu hljóta menn að huga að því að leggja áherslu á tilteknar breytingar á stjórnarskránni fyrir alþingiskosningarnar og vinna svo frekar að málinu á næsta kjörtímabili. Því miður hefur ekki farið fram það mikil efnisleg umræða á Alþingi um einstök atriði að maður átti sig á því um hvað geti náðst breið sátt á þessu stigi.
Þannig talar formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í viðtali við Morgunblaðið í dag. Steingrímur kvartar undan því að umræðan sé ekki næg. Þess á milli kallar hann alla umræðu málþóf.
Lesendum til skýringar skal þess getið að samkvæmt alsamræmdri steingrímskri orðabók er átt við umræða sé eitt, og þá yfirleitt málþóf, en efnisleg umræða sé þegar löggjafarvaldið afgreiðir vilja framkvæmdavaldsins án málalenginga.
Þegar upp er staðið er þó fréttin einfaldlega sú að Steingrímur telur að nú þurfi að gera breytingar á stjórnarskrá, ekki leggja fram nýja, og sátt!
Þetta varla gott veganest þegar stjórnmálaflokkur hrekkst til baka með mikilvægu málin. Núna stjórnarskrármálið og næst verður það andstaða við aðlögunarviðræður við ESB í stað samningaviðræðna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.