Styrmir á að krefjast svara
2.1.2013 | 12:27
Nú eru þrjú og hálft ár liðið frá því meirihuti Alþingis samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir Íslands hönd. Í upphafi var því heitið að umsóknarferlið yrði opið og gagnsætt. [...] Íslenzka þjóðin veit ekkert um það, sem raunverulega hefur gerzt og er að gerast á bak við tjöldin. [...] Ísland er að sogast inn í kerfi ESB, þótt yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé því andvígur.
Þetta segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á Evrópuvaktinni. Það er rétt hjá honum að þjóðin veit ekkert hvað er að gerast, hvorki á bak við tjöldin né beinlínis fyrir framan þau. Allt er unnið í felum eða í felubúningum.
Ég er því dálítið hissa á þessum skrifum hans, finnst hann ekki taka á því sem mestu máli skiptir og það er einfaldlega breytingarnar sem orðið hafa á stjórnskipun lýðveldisins, lögum og reglum þess.
Staðreyndin er sú að stjórnkerfinu hefur verið breytt vegna aðlögunarferlisins við ESB. Styrmir hefur mikil áhrif og hann á að krefjast svara við þeirri spurningu hverju hafi beinlínis verið breytt vegna aðildarinnar. Hann á líka að krefjast svara við þeirri spurningu hvaða lögum og reglum hafi verið breytt vegna aðildarinnar og hverju standi til að breyta.
Svör við þessum spurningum liggja ekki fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Styrmir hefur réttilega bent á ýmsar staðreyndir í þessu máli og ástæðulaust að saka hann um vanrækslu.
En það erum við, eigendur lands og gæða sem eigum rétt á að fá svar við því hvað hann Össur er að gera fyrir peningana sem við borgum honum fyrir að gæta okkar hags.
Það er svo önnur spurning, hvort Jóhanna eða Steingrímur taka að sér að svara þessari spurningu, því ekki þarf að reikna með að trúðurinn geri það.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.1.2013 kl. 20:32
Sæll Hrólfur. Myndi aldrei ásaka Styrmi um vanrækslu. Hins vegar er hann áhrifaríkur maður og þessar spurningar sem ég nefni eru afar mikilvægar. Vil endilega að hann knýji á um svör ásamt okkur hinum. Þau hin sem þú nefnir eru á athugunarlista, eins og sagt er.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.1.2013 kl. 20:40
Sigurður. Styrmir virðist hvorki vera með eða á móti ESB.
Hann tók þá eftirminnilegu og óskiljanlegu stefnu að dásama gjörninginn í kringum friðarverðlaun ESB? Hann er meðlimur í Heimssýn, sem hefur þá stefnu að berjast gegn aðild að ESB-hernaðar-stórveldisbröltinu!
Hann gleymir því líka að ESB-ríki styðja hernað í öðrum ríkjum, og tekur þátt vopnaframleiðslu? Friðarbandalagið?
Styrmir segir að ESB sé vel að friðarverðlaunum Nóbels komið ???
Ég tek svo sannarlega undir með þér, að Styrmir verður að krefjast svara.
Hann verður að hætta þessum leikaraskap og hræsni!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.1.2013 kl. 00:01
Nei, nei, Anna Sigríður. Styrmir er gegnheill andstæðingur ESB. Það væri bara tott að fá liðsinni svona öflugs manns þegar maður krefur stjórnvöld um svör.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.1.2013 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.