Fjölbreytt úrval af starfsskyldum ...
17.12.2012 | 15:36
Fréttamiðlarnir vita ekkert, blaða- og fréttamenn skjálfa því þeir vita ekkert. Enginn veit hvað það þýðir að vera leystur frá vinnuskyldu vegna brots á starfsskyldu.
Um hvað er verið að ræða með starfsskyldu og í hverju gæti brotið legið? Um þetta er til dæmis rætt um í lögum um starfsskyldur ríkisstarfsmanna og er um að ræða fjölbreytt úrval þeirra. Þær geta ekki verið mikið frábrugðnar skyldum starfsmanna sveitarfélaga.
- Aukastarf
- Ábyrgðar- og trúnaðarskyldur
- Fjárhagslegar skyldur
- Hlýðniskylda
- Leiðbeiningarskylda
- Mætingar- og viðveruskylda
- Stjórnunarskylda
- Vammleysisskyldan
- Vinnuskylda
- Yfirvinnuskylda
- Þagnarskylda
Nú, brot á þessum skyldum eru misalvarleg eins og gengur. Með tilliti til þess að bæjarstjórinn er í eina viku leystur undan starfsskyldum sínum má ætla að meint brot sé ekki alvarlegt. Gæti sem best trúað að það væri fólgið í því að hann hafi hugsanlega talað af sér og upplýst einhvern, sem ekki átti að vita, um stöðu bæjarins, t.d. vegna verklegs útboðs.
Hafi brotið verið alvarlegt hefði bæjarstjóranum örugglega verið vísað úr starfi.
Svo er bara að vona að fjölmiðlar fái upplýst hvað gengur á uppi á Akranesi svo þeir geti tekið gleði sína á ný.
Settur bæjarstjóri leystur frá störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.