Byssumorð í einstökum löndum
14.12.2012 | 20:35
Þjóðfélag sem elur af sér ofbeldi getur ekki verið í lagi. Má vera að mannskepnan sé svo illa af guði gerð, svo misheppnuð framleiðsla, að hún beiti ofbeldi og eigi það til að myrða samborgara sína í meintri vörn eða af einhverjum ástæðum sem öllum nema ódæðismanninum eru kunnar.
Sífelldar fréttir af morðum í skólum í Bandaríkjum eru hræðilegar en hljóta að fá hvern mann til að efast um að samfélagið þar sé gott. Þar þykir sjálfsagt að hver maður megi bera vopn og beita þeim sé á þá ráðist.
Á árinu 2010 voru framin 12.996 morð í Bandaríkjunum, þar af 8.775 með byssum. Meðfylgjandi kort sýnir dreifinguna.
Bandaríkin eru þó ekki í efsta sæti listans yfir byssumorðin. Í El Salvador eru 50 af hverjum 100.000 mönnum drepnir með byssu.
Í Brasilíu er fjöldinn 19 manns en miklu færri í Bandaríkjunum eða 9 morð.
Það kemur á óvart að í Sviss er fjöldinn 6,4, helmingi færri falla i Frakklandi eða 3 en ekki nema 0,22 i Bretlandi á hverja 100.000 manns.
Í Noregi eru byssumorðin 1,78, Svíþjóð 1,47 Danmörku 1,45 og á Íslandi 1,25. Auðvitað er þetta alltof mikið í þessum löndum.
Allt bendir til að því auðveldara sem það er fyrir fólk að komast yfir skotvopn því meiri líkur eru á byssumorðum. Í Bandaríkjunum er snúið út úr þessari staðreynd og sagt að byssur drepi ekki, það geri fólk.
Í Kanada eru 4,78 byssumorð á 100.000 íbúa. Nær helmingi færri en í Bandaríkjunum. Og berum saman stranga vopnalöggjöf í Evrópu saman við Bandaríkin.
Ef sökin er ekki aðgengi að vopnum þá er ekkert annað eftir en að álykta sem svo að í Bandaríkjunum búi grimmara fólk en í Kanada eða Evrópu. Engu að síður veltir maður því fyrir sér hvort ástæðan sé sú sem hér var nefnd í upphafi.
Skaut föður sinn og móður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mörgum Íslendingum virðist vera umhugað um hvað allt er vont í Bandaríkjunum.
Samkvæmt þessari samantekt hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_intentional_homicide_rate
Þá eru Bandaríkin í 109 sæti yfir þau lönd sem hafa hæsta tíðni morða. En morðtíðni í Bandaríkjunum fer lækkandi.
Morð á Íslandi eru mest framin með hnífum en mest með byssum í bandaríkjunum. Í mínum huga er hæpið að ætla að verkfærið valdi glæpnum en ef svo er þá þyrfti að banna hnífaeign á Íslandi. Spurning hvort það fækki morðum eða hvort tönnum verði beitt í þess stað?
Bandaríkin þurfa að glíma við vandamál allt annars eðlis og í miklu meiri mæli en Íslendingar og því hæpið að halda því fram að byssueign ein og sér valdi morðum.
Morðtíðni í Bandaríkjunum og Íslandi á hverja 100.000 íbúa.
Ár
Bandaríkin
Ísland
1990
9,4
0,4
1991
9,8
0,8
1992
9,3
0,8
1993
9,5
0,4
1994
9,0
0,0
1995
8,2
0,0
1996
7,4
0,4
1997
6,8
0,7
1998
6,3
0,0
1999
5,7
0,7
2000
5,5
1,8
2001
5,6
0,4
2002
5,6
1,4
2003
5,7
0,0
2004
5,5
1,0
2005
5,6
1,0
2006
5,8
0,0
2007
5,7
2,0
2008
5,4
0,0
2009
5,0
1,0
2010
4,8
2,0
Löggjöf um byssueign og byssunotkun hefur verið hert til muna á Íslandi, þó fer morðum fjölgandi og oftast eru notaðir hnífar.
Þrátt fyrir mjög almenna byssueign í Bandaríkjunum þá fer morðum verulega fækkandi. Hugsanlega má rekja fækkun morða til annarra þátta en verkfæraeignar landsmanna.
Þannig má frekar rekja morð í Bandaríkjunum til félagslegra aðstæðna þeirra sem fremja morðin. Félagsleg einkenni gerenda eru að þeir eru yfirleitt úr röðum fátækra, blökkumanna (helmingur drápa).
Talandi um grimmd, þá tel ég að það þurfi meiri grimmd til þess að drepa með hníf en að drepa með byssu. Nálægðin er meiri og það hlýtur að þurfa töluvert til svo menn myrði aðra manneskju í slíku návígi. Eru Íslendingar þá grimmari en Bandaríkjamenn, því Íslendingar nota hnífa?
Erum við hér á litlu skeri úti í miðju Atlantshafi sanngjörn að ætlast til þess að þjóðir sem búa við stöðugan straum ólöglegra fátækra innflytjenda frá nærliggjandi löndum geti lifað eins vandræðalaust og við?
Ísland er ekki álitlegra en það fyrir þessa fáu flóttamenn sem koma hingað en að þeir eru stöðugt að reyna að flýja Ísland með einum eða öðrum hætti til þess að komast til Bandaríkjanna.
Heimir Hilmarsson, 15.12.2012 kl. 04:07
Vissulega er byssueign í Bandaríkjunum okkur framandi, Sigurður. Hvort hún er ástæða þessara voðaverka er svo aftur annað mál.
Það er gömul saga og ný að þeir sem vilja komast framhjá lögum, vilja gera eitthvað það sem ekki er talið samboðið samborgurunum, vilja fremja ódæðisverk, finna sér leið til þess. Það er víst að þeir sem hyggjast fremja morð og nota til þess byssu, komast yfir slík drápstæki, hversu ströng sem löggjöfin er.
En það er hægt að taka á þessum vanda. Það sést best á því korti sem þú birtir hér fyrir ofan. Þar sést að það ríki Bandaríkjanna sem fæst vopnuð morð eru framin í, er Flórída. Fyrir ekki svo mörgum árum, rétt rúmlega áratug, var þetta ríki eitt alræmdast í USA fyrir vopnuð rán og morð. Þetta var farið að hafa veruleg áhrif á ferðaþjónustu ríkisins, sem er ein af aðal atvinnugrein þess.
Þá var skorið upp herör gegn þessum vanda og árangurinn er einstakur. Ekki var átt við lög um byssueign, heldur öðrum meðulum beitt. Hellsta vopnið var markviss meðvitundar- og viðhorfsbreyting. Auðvitað mun slíkt ekki koma í veg fyrir að einhverjir geðveikir menn fremji ódáð, ekki frekar en bann við byssueign. En þarna tókst að breyta einu alræmdasta ríki Bandaríkjanna í það öruggasta.
Ég tek það þó fram, svo enginn miskilji þessa athugasemd mína, að ég er alls ekki hlyntur byssueign eða frelsi á því sviði. Vildi hellst að slík vopn væru ekki til. Ég er einungis að benda á að lögboð er ekki alltaf best til að breyta hlutum.
Gunnar Heiðarsson, 15.12.2012 kl. 07:42
Að tengja saman morð og ofbeldi við efnahag eða flóttafólk er kannski rétt, Heimir.
Það passar þó ekki við þá staðreynd að annað þeirra ríkja Bandaríkjanna þar sem flestir ólöglegir innflytjendur búa, er með minnstu glæpatíðnina, þó hitt sé reyndar með þá hæðstu. Þau ríki sem minnstar tekjur eru í per íbúa, mið- norðurríkin, eru með næst minnstu glæpatíðnina og sennilega flestar byssur per íbúa einnig.
Gunnar Heiðarsson, 15.12.2012 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.